Hækkandi sól í febrúar er vorboði flestra Íslendinga og með hækkandi sól þá eru ótrúlega margir komnir með leið á síða, matta og flækta hárinu.
Mjög margar konur koma til mín og grátbiðja mig um að gera einhverja breytingu. Ég læt nú ekki þau tækifæri ganga mér úr greipum og allir, JÁ ALLIR, eru að stytta hárið í BOB!
Það eru til hundruðir útfærslna af þessari BOB klippingu.
Hún er ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta klipping sem hægt er að fá sér.
Ég læt fylgja með nokkrar myndir og þar á meðal einni mega skvísu sem ég klippti í seinustu viku og fékk að taka „fyrir og eftir“ myndir.
Brjálæðislega flott!
Bara um að gera að panta sér tima hjá klipparanum og fá góð ráð við nýju útliti fyrir vorið sem er á næsta leyti.
hárkveðjur Elvar Logi