Krakkarnir sem halda úti síðunni oryrki.is er hér með sinn árlega jólaskets:
Frá árinu 2003 höfum við, hreyfihömluð ungmenni unnið að bættri ímynd öryrkja. Við höfum gefið út tímarit, haldið tónleika, stofnað útvarpsstöðvar, haldið úti heimasíðu og gefið út stutt myndbönd (sketcha). Við erum jákvæður hópur og reynum að smita út frá okkur með gríni og annarri skemmtun. Þessvegna höfum við að mestu haldið okkur við gerð sketcha og birt þá á www.oryrki.is.
Undanfarin tvö ár höfum við gert svokallaðann jólasketch þar sem við blöndum saman jólahefðum og baráttumálum hreyfihamlaðra. Árið 2011 létum við jólasvein vera í hjólastól sem komst ekki í óaðgengileg hús til að gefa börnum í skóinn. Árið 2012 fengu nokkrir jólasveinar sér notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) til að minnka álagið, þeir notuðu þá aðstoð í að safna kertum og stela skyri úr matvöruverslun.
Þetta árið viljum við vekja athygli á aðstöðu margra öryrkja bæði varðandi fjárhag og húsnæðismál.