Maðurinn minn fékk þetta hálsmen frá kunningja sínum. Hann er ekki mikið fyrir að ganga með hálsmen, en var hrifin af þessu meni og bað mig um að úbúa eitthvað utan um það. Og auðvitað tók ég áskoruninni.
Ég vissi strax að ég vildi ramma menið inn í þrívíddar ramma og fann þennan í Hjálpræðishernum. Ég vissi að ég þyrfti að breyta honum, en stærðin passaði. Ég byrjaði á því að fjarlægja bakið og málmpinnana sem eru þarna til þess að halda glerinu og bakinu á réttum stað. Gamla bakið var aðeins of lítið þannig að til að búa til nýtt bak þá “fórnaði” ég (allt í nafni föndurs og endurnýtingar) þessu skilti sem ég keypti líka notað. Ég þurfti að minnka skiltið aðeins þannig að ég gerði það, málaði það og bæsaði ramman sjálfan.
Þegar ég var búin að finna út hvernig ég vildi hafa hálsmenið þá límdi ég 3 króka á bakið. Og vegna þess að málmpinnarnir eru ekki lengur til staðar þá þurfti ég að líma glerið í rammann (doppa af heitu lími innan í hvert horn í rammanum, innan i rammann svo að það sjáist ekki að utanverðu). Svo var smá skrifað (ég er gjörsalega farin að dýrka þessa Paint marker) ramminn og bakið límt saman og maðurinn, sem notar varla hálsmen, getur notið notið þess að horfa á gjöfina sína á hverjum degi.
Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.