
Það er móðir sem deilir þessari fallegu mynd á Facebook. Undir myndinni stendur “Hann langaði svo að halda í hendina á henni.” Svo segir hún Facebook vinum sínum fallega sögu um drenginn sinn. Sagan er svo hljóðandi:
“Það var í október sem 7 ára gamall sonur minn handleggsbrotnaði. Þegar læknirinn spurði hann hvaða lit hann vildi hafa á gifsinu benti hann stoltur á bleikan. Læknirinn spurði, “ertu viss? bleikur er stelpulitur” Litli gaurinn minn leit á lækninn og sagði: “Það eru engir sérstakir litir fyrir stelpur eða stráka, ég vil BLEIKT gifsi af því það er brjóstakrabbameins mánuðurinn”
“Læknirinn varð rauður í framan. Hjúkrunarkonan kyssti drenginn minn á kinnina og ég gekk stolt út með son minn.”
Hér er myndin: