Á rauða dreglinum fyrir frumsýningu nýjustu bíómyndar Will Smith, Focus, fengu hann og konan, Jada Pinkett Smith óvænta spurningu frá fréttamanni.
Fréttamaðurinn spurði hvernig þeim fyndist að horfa á hvort annað leika ástarsenur með öðrum. Jada var fyrri til að svara en Will greip inn í og sagði: „Hvað get ég sagt? Konur vilja horfa.“
Jada viðurkenndi að það væri því miður rétt það er eins og sagði „Ég er frekar skrýtin hvað þetta varðar.“ Will er þó ekki alveg á sama máli en hann grínaðist með það að honum þætti það frekar yfirþyrmandi að konan hans léki í bíómyndinni Magic Mike XXL.
Munurinn er að allir eru naktir í bíómyndinni hennar Jada. Það er of mikið. Það er eins og einhver þurfi að fara í nærbuxur. Það er svo margir frægir í Magic Mike 2. Hvert sem ég fer þá er einhver maður sem hefur verið á nærbuxunum með konunni minni.
Tengdar greinar:
„Stundum vill maður kyssa börnin sín á munninn“ – Will Smith stríðir syni sínum – Myndband
Óvænt uppákoma með Will og Jayden Smith – Myndband
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.