Hin ófríska Kylie Jenner (20) er að láta byggja handa sér lúxussetur í Hidden Hills.

Barnsfaðir hennar, Travis Scott, mun áreiðanlega ekki búa með henni á setrinu því samkvæmt heimildarmanni Radar Online, rifust þau heiftarlega fyrir skömmu þegar Kylie sakaði rapparann um að hafa haldið framhjá henni. 

Kylie á að eiga í næsta mánuði og það mun alls ekki væsa um hana á Hidden Hills. Neðri hæð hússins verður um 850 fm og efri hæðin verður 450 fm. Tveir risastórir bílskúrar eru með eigninni og 170 fm pallur er í kringum húsið.
SHARE