Grace og vinur hennar urðu vitni að hræðilegu slysi. Keyrt var yfir tvær konur rétt fyrir aftan þau. Grace gat ekki staðið hjá aðgerðarlaus, svo hún gekk að annarri konunni sem lá á jörðinni. Það sem síðan gerðist er eitthvað sem hún mun aldrei gleyma. Grace sagði frá þessari lífsreynslu á blogginu sínu:
Þegar ég hélt í hönd deyjandi konu var ég minnt á nokkrar af mikilvægustu lexíum lífsins. Í gær vorum ég og vinur minn á leiðinni að afhenda afmælisköku til góðs vinar okkar. Græni kallinn kviknaði og við löbbuðum yfir götuna og ræddum um hversu skemmtilegt yrði að afhenda kökuna. Skyndilega heyrum við háværan skell fyrir aftan. Við snerum okkur við til að sjá hvaðan hávaðinn kom og sáum stóran sementstrukk sem hafði keyrt yfir tvo gangandi vegfarendur, konur sem höfðu labbað rétt á eftir okkur. Það tók okkur smástund að meðtaka hvað hafði gerst, en á götunni lágu tvær manneskjur, önnur alveg hreyfingarlaus og hin öskraði og stundi á hjálp. Vinur minn var snöggur að taka upp símann til að hringja á sjúkrabíll, á meðan að fólk byrjaði að safnast að, horfði á og enginn gerði neitt.
Á þessari stundu fannst mér ég svo hjálparvana og óþörf. Hvað gat ég gert til að hjálpa? Mér var ég frosin og eina sem ég heyrði voru öskrin í særðu konunni. Svo ég gekk út á götuna, beygði mig niður og greip hönd hennar. Ég hélt um hönd hennar með báðum mínum og reyndi að segja henni að hjálp væri á leiðinni og að ég væri til staðar fyrir hana. Vinur minn kraup niður hjá okkur og hélt í hina hendi hennar og saman biðum við eftir sjúkrabílnum.
Þegar sírenurnar heyrðust kreisti konan hendina á mér einusinni mjög fast, kannski vegna yfirþyrmandi sársauka eða vegna þess að hún var fegin að heyra í sírenunum. En þegar henni var lyft á sjúkrabörurnar missti hún meðvitund.
Seinna um kvöldið fórum vinur minn og ég á spítalann, þar sem að við fengum þær fréttir að konan hefði ekki lifað slysið af. Ég hugsaði stöðugt um hvort að ég hefði verið síðasta manneskjan sem hún snerti og heyrði í áður en hún kvaddi þennan heim? Af hverju sagði ég ekki meira, að hún væri hugrökk, að hún væri ekki ein og að hún væri elskuð? Ef að þetta hefði verið ég sem lá þarna, ef að ég hefði verið gangandi þarna örstuttu seinna, þá hefði ég viljað heyra þessi orð.
Í gærkvöldi létust móðir og 12 ára dóttir hennar þegar þær voru að koma gangandi heim úr sundi. Lífið fer sína eigin leið og það að ég var þarna síðustu mínúturnar í lífi þessara mæðgna minnti mig á hversu takmarkaður tími okkar á jörðinni er. Svo mig langar að þið vitið hversu þakklát ég er fyrir ykkur og ég er ánægð að hafa kynnst ykkur og að hafa ykkur í lífi mínu.
Til minningar um þessar mæðgur þá langar mig til að biðja ykkur um að segja fólkinu sem að ykkur þykir vænst um í lífinu að þið elskið þau og þakkið þeim fyrir að deila lífi sínu með ykkur. Við erum summa fólksins í kringum okkur. Takk fyrir.
RIP 蘇暄惠 & 洪小妹
Ég mun aldrei gleyma þér xx
Taipei, Taiwan
8. desember 2013
Lífið er dýrmætt, það er eitt sem að við megum aldrei gleyma. Deildu þessu með vinum þínum.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.