Það sem karlmenn raunverulega vilja í rúminu

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

Ef þú ert kona og vilt vita hvað okkur karlmönnum finnst mest æsandi þegar kemur að kynlífi haltu þá áfram að lesa.

Allt sem kemur fram hérna er einnig hægt að finna í kynlífsrannsóknum sem hafa verið gerðar seinustu áratugina. Ég er þrítugur karlmaður og hef rætt við marga vini mína til að bera saman bækur. Oft þora karlmenn ekki að segja hvað þeim finnst gott í rúminu alveg eins og konur. Traust er þess vegna mjög mikilvægt í samböndum. Karlmenn vilja vita fantasíur og þrár kvenna en eru oft hræddir við að opinbera það sjálfir. Þetta er svo mikil synd því að par gæti legið á draumakynlífi sínu alla ævi en bara vegna ótta aldrei upplifað það.
Konur vita það kannski ekki en karlmenn (ekki strákar) elska persónuleika kvenna mun meira en líkamann. Það má segja að persónuleikinn vegi þrisvar sinnum meira en líkaminn. Auðvitað gerir líkami kvenna okkur brjálað graða á stundinni! En þegar við erum að leita að einhverju meira en „one night stand“ þá er það persónuleikinn sem stendur upp úr. Við horfum meira að segja líka á persónuleikann þegar „one night stand“ er um að ræða.
Það vill enginn vera með leiðinlegum eða neikvæðum persónuleika sem maka eða stjórnsaman maka. Við viljum ekta tengingu alveg eins og konur. Við viljum virðingu og traust. Við viljum hamingju alveg eins og konur. Þannig ef þú ert óörugg með þig út af líkamanum af einhverjum ástæðum þá getur þú hætt því núna. Það mun bara eyðileggja fyrir þér, treystu mér!
Karlmenn vilja upplifa lífið með opnum og jákvæðum maka. Við viljum það sama og þið. Það nákvæmlega sama!
Við elskum innilegt „Notebook“ kynlíf. Við elskum og þráum mikla „nánd“ alveg eins og konur, þessa nánd sem er hafin yfir himinn og jörð og engin orð eru til fyrir. Við karlmenn erum tilfinningaverur alveg eins og konur.
EN stundum viljum við upplifa „dirty“ sveitt kynlíf hvort sem það er í formi hlutverkaleiks eða ekki.

1. Við elskum þegar konan sýnir frumkvæði

Ekkert er jafn sexý og þegar kona tekur fyrsta skrefið og sýnir karlmanni að hún þráir hann og vilji hann hér og nú á stundinni! Að hún sé spólgröð í hann. Okkur finnst líka æðislegt að heyra ykkur segja: „Gerðu hvað sem þú vilt við mig.“
Nú, ef um er að ræða samband þá ætti þessi setning ekki að vera ógnandi. Fólk í sambandi ætti að vita ef hitt kynið vill til að mynda ekki analsex. Ef hann veit hvað þú vilt ekki, þá gerir hann bara allt sem hann veit að þú vilt.
Karlmenn þurfa að upplifa og vita það 100% að konan elski og þrái þá svo kynlífið verði æðislegt. Þá finnst okkur við vera á toppi veraldar.

2. Við dýrkum munnmök
Þegar kona segir við karlmann: „Má ég totta þig?“ er eins og hann sé kominn til himnaríkis. Það er fátt meira sexy en löngun konunnar til að gefa munnmök. Við elskum tott bæði sem forleik og líka sem aðalrétt. Munnmök er uppáhalds forleikur karla, bæði að gefa og þiggja. Þegar konur fá brundið upp í sig og kyngja, þá finnst okkur konan fullkomlega taka okkur sem maka sinn. 69 er líka æðisleg stelling fyrir okkur. Okkur finnst aldrei nóg af munnmökum!

3. Klúrt „dirty“ tal
Þetta er bara eitthvað sem gerir allt fyrir okkur. „Dirty“ tal er æsandi! Það er aldrei of mikið af því.

4. Doggy

Karlmönnum finnst æði að taka konur aftan frá. Hvort sem það er standandi eða ekki, það er bara eitthvað svo dirty og sexy!

5. Snerting

Okkur finnst mjög æsandi að sjá konur snerta á sér brjóstin og píkuna á meðan þær tala dirty. Sjálfsfróun fyrir framan okkur er mjög sexy.

6. Tal um okkur

Okkur finnst æðislegt að heyra hvað við séum með stórt tippi eða að þú sért alveg að fá það. Hrós gerir okkur æstari og ánægðari með sjálfa okkur.

7. Hlutverkaleikur
Þegar konur skella sér í hlutverk hjúkku, kennara, lögreglukonu eða annars, þá verðum við mjög æstir. Okkur finnst bæði gott að vera yfirvald og lúta valdi í hlutverkaleikjum. Leyfðu ímyndunaraflinu að leiða þig!
Flestir vilja upplifa á einhverjum tímapunkti bæði yfirvald og undirgefni í rúminu. Aðrir bara annað.
Þegar kona og karlmaður virða hvort annað og treysta, þá eiga þau möguleika á að upplifa allt sem þau vilja bæði í rúminu og utan þess. Að tala saman og treysta er lykillinn að draumasambandinu. OG DRAUMAKYNLÍFINU.

HR.PENNI

 

Tengdar greinar:

Ertu kannski svona í rúminu?

10 atriði sem karlmenn klúðra oft í rúminu

9 setningar sem karlmenn vilja ALLS ekki heyra í rúminu

 

SHARE