Það sem konum er ekki alltaf sagt um meðgöngu – Nokkur atriði

Svo að þú átt von á barni. Líklega ertu nú þegar búin að lesa um ýmsar breytingar sem verða í líkamanum meðan þessi undursamlega vegferð barnsins stendur yfir. Og þú hefur áreiðanlega spurt mömmu þína og vinkonur í þaula um meðgönguna og allt sem henni fylgir. Þær segja þér ekki allt. Annað hvort gleymdist eitthvað í samræðunum eða þær segja þér ekki allt því að það gæti bara gert þig kvíðna. Þú ert orðin fullorðin og ættir að fá að heyra sannleikann. Þess vegna ætla ég að segja þér sitt lítið af hverju. En hitt er líka rétt að meðgangan er einstök hjá hverri konu- aldrei eins hjá tveim konum!  Þess vegna er afar ólíklegt að allar konur gangi í gegnum allt sem verður talað um hér. Þetta eru bara atriði sem margar konur kannast við. Ef þú ert að reyna að verða ólétt ættir þú kannski að sleppa því að lesa þetta…

Hormónar og aftur hormónar!

Hormónana höfum við svosem allar heyrt um. Hormónabúskapur líkamans tekur miklum breytingum á meðgöngu og því geta fylgt miklar skap(tilfinninga)sveiflur. Þig getur líka langað svo mikið í einhvern ótrúlegan mat að þú verður alveg friðlaus, þekkir ekki sjálfa þig og óskar þess eins að verða þú sjálf aftur.

Sannleikurinn er hins vegar sá að þegar þú átt orðið barn ertu orðin breytt manneskja. Þú hefur gegnið í gegnum reynslu af því tagi að tilvera þín verður aldrei söm. Því fyrr sem þú áttar þig á þessu því betra af því að þú- eins og  þú varst- verður horfin.

Morgunógleðin mikla

Það er ekki hægt að búa sig undir hana. Mörgum konum sem upplifa mikla morgunógleði finnst þær vera þunnar- mánuðum saman. Þetta getur verið svo slæmt að þú getur ekki stundað vinnuna. Sumar konur upplifa það að ef þær svo mikið sem hugsa um mat, uppáhaldsmatinn þeirra jafnvel, fara þær að kúgast. Fólk sem aldrei hefur verið með morgunógleði skilur þetta ekki. Konur sem hafa orðið ófrískar en ekki upplifað morgunógleði skilja þetta ekki. Já.. það gæti verið að þig langi að kíla þær.

Svefnleysið

Þú munt að öllum líkindum ekki sofa vel. Og svo er fólk að segja þér að sofa nú vel áður en barnið fæðist því að þú getir það sko ekki þegar það er fætt.  Þú munt áreiðanlega sofa mikið fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar. Þegar lengra líður á fer að versna í því. Þér gengur illa að koma þér þægilega fyrir, þú ert alltaf með brjóstsviða, finnst að þú þurfir að pissa í tíma og ótíma  og barnunginn er á fleygiferð inni í þér um miðja nótt. Þetta finnst þér sjálfsagt erfitt en ég verð þó að segja þér að þú átt einhvern tíma eftir að verða þreyttari þegar þú ert farin að hugsa um barnið. Mér er alveg sama þó að þú haldir að það sé bara rugl.

Og til að bæta gráu ofan á svart verð ég að segja þér að þú verður stundum öll undirlögð af vanlíðan og verkjum. Þetta er bara svona – en það tekur enda!

Helvítis blaðran!

Þú gætir lent í því að blaðran skaðist til frambúðar. Þú vissir að þú myndir þurfa að pissa oft á meðgöngu. En þar með er ekki öll sagan sögð. Þú gætir bleytt þig illa þegar þú hnerrar, hóstar eða bara ferð að hlæja!  En verst er þó ef þú lendir í því að vera með þvagleka eftir fæðingu barnsins. Það er frekar hvimleitt en ekki endir alls!

Burt með hælana.

Þú þyrftir sennilega að huga að skófatnaðinum. Jafnvægi líkamans breytist og háir hælar eru hryggsúlunni erfiðir. Á meðgöngu slaknar á öllum liðböndum því að barnið þarf að komast út. En liðbönd í fótum gefa líka eftir og fæturnir stækka þess vegna. Það er ekki víst að fætur þínir gangi aftur saman. Og hvað með það?

Fólk heldur að þú sért almenningseign

Þá ætla ég að minnast á eitt. Það er vel þekkt að fólk – jafnvel ókunnugt kemur að óléttri konu og káfar á kviðnum á henni- án þess að spyrja um leyfi. Hvernig yrði þér við ef fólk svifi svona á þig þegar þú ert ekki ólétt? Nei, það myndi ekki gerast. Vertu bara viðbúin því að sumir hegða sér stundum undarlega. Það er ekki flóknara. En það væri kurteisi að biðja um leyfi til að þukla á fólki  magann.

 Húðin

Það er vel þekkt að breytingar verði á húðinni á meðgöngu, blettir komi í ljós og aukinn hárvöxtur í andliti. Hormónabólurnar kannast einnig margar konur við, konur sem voru aldrei vanar að fá bólur geta steypst út. Þú skalt bara bíða róleg og taka á því þegar frá líður því að þetta hverfur ekki af sjálfu sér. Mér dettur ekki í hug að reyna að plata þig.

Hárlos

Það getur verið að hárið vaxi hratt og þykkni á meðgöngu, en eftir meðgöngu getur þú búist við miklu hárlosi og munt jafnvel upplifa þynnra hár en þú hefur nokkurn tímann haft. Sérstaklega ef þú ert með barn á brjósti.

En hvað sem öllu öðru líður, vonandi verður meðganga þín bærileg – nei annars GÓÐ.   

 

 

   

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here