Strákarnir á Hann.is deildu reynslu sinni í tilefni konudagsins af því hvað er alveg bannað að gefa konunni sinni í konudagsgjöf.
Þetta virðist nú vera skrifað af reynslu… hmm?
KONUDAGURINN ER Í DAG!!! varstu búinn að gleyma því… ég er alveg lost hvað ég á að gefa í dag, en ætla að deila með þér af biturri reynslu hvað á EKKI að gefa! 😉
1. Heimilistæki
Ef hún bað ekki sérstaklega um heimilistæki er þetta mjööög hættulegt og þú ert vís með að fá ryksuguna sem þú keyptir og komst stoltur með heim, í hausinn.. true story!
2. Föt
Ekki falla í þessa gildru!!
Kaupir of stórt = sefur á sófanum,
Kaupir of lítið = sefur á sófanum
Kaupir eitthvað asnalegt = sefur kannski ekki á sófanum en þú færð aldrei að gleyma því!
3. Megrunar eða heilsuvörur
Þetta er jarðsprengjusvæði… þarf ég að segja meira!?
4. Gjafir sem hún getur túlkað að séu handa þér en ekki henni
Ef þú til dæmis ferð að hugsa; “hey, hún er alltaf að kvarta yfir því að sjónvarpið sé lítið og nú er Playstation 4 pottþétt alveg að fara að koma og svona… gef henni bara sjónvarp, hún verður glöð með það!” RANGT
Þú kemur heim með sjónvarpið og þrátt fyrir góðann ásetning þá er þetta gjöf handa henni sem þú keyptir fyrir þig… búinn að reyna þetta… fannst mín kona þurfa endilega að eiga .300 cal riffil… ég var ekki að ná að selja það! :/
5. Helgarferð til London
Þetta getur slegið í gegn, EN þegar hún kemst að því að Tottenham er að fara að spila við Manchester akkúrat sömu helgi í London verður allt vitlaust… eins og þú ráðir við það hvenær og hvar þessi fótboltalið spila!?!
6. Pening
Ég ætla ekki einusinni að fara út í öll atriðin sem geta sprungið í andlitið á þér þarna… fyrir okkur er svona eins og gjafakort í spa eða eitthvað, nema þú getur farið í hvaða spa sem þú vilt… þær sjá það ekki þannig, þær verða reiðar, taka peninginn en þú verður fáviti fyrir að nenna ekki að pæla í því hvað þú vildir gefa henni!
7. Snyrtivörur
Fór einusinni út í snyrtivörubúð og fann þetta líka fína krem sem konan sagði mér að væri æðislegt til að gefa ástinni minni, eða dínamít-túbunni eins og ég kalla hana stundum… anyway, ég kem heim með þetta, fer svo beint uppá slysó, 4 spor í ennið af því að það stóð “Wrinkle Cream” utaná… ekki taka sénsinn á því!
8. Sama og í fyrra
Ég veit þú slóst í gegn í fyrra og það meikar fullkomið sens fyrir okkur karlmennina að gera það bara aftur eeen þær sjá það ekki þannig, trúðu mér, þú gerir þau mistök ekki oftar en þrisvar sinnum! :/