Það skiptir máli hvernig þú snyrtir naglaböndin

Naglaböndin geta stundum verið erfið við okkur. Sumir eru með naglabönd sem eru eins og þau séu negld við nöglina og aðrir með þurr og sprungin naglabönd. Til að fá sem fallegastar hendur og til að naglalakk fái að njóta sín sem best, er fallegast aðeins að ýta þeim upp.

Þegar það er gert er mjög mikilvægt að mýkja þau í heitu vatni og jafnvel setja einhverskonar olíu út í vatnið. Látið fingurna liggja í vatninu í nokkrar mínútur, því fastari sem naglaböndin eru því lengur í vatninu. Þegar því er lokið ýtið þá böndunum varlega upp með pinna, passið vel upp á að ýta ekki pinnanum niður á nöglina sjálfa því efst við naglaböndin er nöglin frekar mjúk og auðvelt að merja hana eða skaða.

Ég mæli alls ekki með því að klippa naglaböndin sjálf og helst bara ekkert. Það er mjög auðvelt að koma sér í vítahring með því að byrja að klippa nagalböndin og eins er meiri hætta á að þau rifni og komi sár en þeir sem hafa lent í því vita að það getur verið ansi sárt og lengi að gróa. Gott er að bera gott, nærandi krem á naglaböndin á eftir, helst í nokkra daga, og sérstaklega ef þau eru klippt.

Hafið í huga að ef setja á naglalakk á eftir að þá er betra að bera kremið á eftir það því það hrindir lakkinu frá nöglinni og endingin verður nánast engin.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta, eða annað tengt snyrtifræði, endilega sendu fyrirspurn á inga@hun.is

SHARE