Kylie Jenner hefur augljóslega nægan tíma – ef marka má það sem Scott Disick lét flakka í síðasta þætti af Keeping Up With the Kardashians. Scott var afar hneykslaður á því hversu miklum tíma Kylie eyðir í varirnar á sér. En samkvæmt Disick eyðir hún að minnsta kosti 40 mínútum á dag í að bæði teikna þær á andlit sitt og svo mála.
Vesalings Scott virtist ekki alveg skilja af hverju Kylie væri að leggja þetta allt saman á sig og gerði grín að öllu saman. ,,Teiknaðu þær bara lengra upp, láttu varirnar á þér snerta nefið.”
Þess má geta að Kylie fór ekki að hlæja.
Sjá einnig: Er Kylie Jenner búin að láta setja meira bótox í varirnar
Margir vilja meina að Kylie hafi einfaldlega látið stækka á sér varinar – en hún þvertekur fyrir það og segir einungis vera um góðar förðunarvörur að ræða.
Sjá einnig: Kylie Jenner (17) búin að fara í 6 lýtaaðgerðir