Þessi risafura er kölluð „forseti“ eða President, en það er í þjóðgarði í Nevada. Það er annað hæsta tré jarðarinnar og er 75 metra hátt og talið vera um 3200 ára gamalt!
Í blaði National Geographic árið 2012 fjölluðu Michael „Nick“ Nichols, ljósmyndari og hans teymi um þetta stórkostlega tré. Þeir enduðu á því að taka 126 ljósmyndir af trénu til þess að ná mynd af því öllu, en þeir þurftu að raða myndunum saman eins og mósaík.
Hér er myndband sem sýnir hvernig þeir fóru að þessu.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.