Þessi fallega þakíbúð eru 169,3 fm og er ofarlega á Laugaveginum. Íbúðin sem um ræðir er í sérklassa þar sem ekkert hefur verið til sparað varðandi búnað og innréttingar.
Þegar komið er inn úr stigagangi er gengið inn í gang sem tengir herbergi og alrými saman, til vinstri eru herbergin en ef gengið er til hægri inn eftir ganginum er eldhús á vinstri hönd og borðstofa og stofa þar inn af.
Eldhús er búið vönduðum hnotuinnréttingum og eyja með granítborðplötu skilur að eldhús og borðstofu.
Borðstofan er björt og rúmgóð og í miðju stofunnar er sérsmíðaður arinn.
Gestasalerni er á vinstri hönd ef gengið er inn eftir ganginum, smekklega innréttað með flísum á gólfi og veggjum og hefur á að skipa salerni og sturtuklefa. Á ganginum fyrir framan salernið er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara, allt innifelt inn í sérhannaða skápa.
Svefnherbergið er bjart, afar vel skápum búið og úr því er útgengt út á suður svalir. Hjónaherbergið er í norðaustur horni hússins, inn af því er gott fataherbergi og rúmgott og vandað baðherbergi.
Smellið á fyrstu myndina til að skoða allt myndaalbúmið!
Allar upplýsingar um eignina veitir Héðinn B Ásbjörnsson lögg. fasteignasali 848 4806 eða á hedinn@fastborg.is
Tengdar greinar:
Fataherbergi: Draumur í dós
Einbýlishús í miðbænum á þremur hæðum
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.