Þegar ljósmyndarinn James Morrison var beðinn um að koma með hugmyndir að myndefni fyrir auglýsinga herferð um rétt barna datt honum strax herbergið sitt í hug frá því hann var lítill drengur. Og hvernig það endurspeglaði stöðu fjölskyldu hans og hann sjálfann. Í kjölfarið ákvað hann að ferðast um heiminn og kynna sér ólíkar aðstæður fólks, en nöturlegt er til þess að hugsa hversu mikil misskipting er á lífsgæðum fólks víða um heim. Afraksturinn er bók sem hefur fengið nafnið “Þar sem börnin sofa”. Þar er að finna myndir af börnum víðsvegar um heiminn með ólíkan bakgrunn og herbergjum þeirra.
Myndirnar segja miklu meira en nokkur orð.
Bilal, 6, Wadi Abu Hindi,
The West Bank
Alex, 9, Rio de Janerio
, Brazil
Douha, 10, Hebron,
The West Bank
Lamine, 12, Bounkiling Village,
Senegal
Rhiannon, 14, Darvel,
Scotland
Tzvika, 9, Beitar Illit,
The West Bank
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.