Þar sem höfuðskepnurnar fjórar mætast jörð, vatn, loft og eldur

Anne Mette Hjortshøj er keramiker sem býr og starfar á Bornholm, lítilli eyju við strendur Danmerkur þar sem keramikhefðin á sér djúpar rætur.

Í myndbandinu er skyggnst inn í líf og starf hjá einum virtasta keramiker í Danmörku. Fylgst er með daglegu lífi hennar; Þegar hún nær sér í leir við ströndina, sem hún notar í glerungana sína, hvernig hún vinnur leirinn á vinnustofunni sinni og að lokum hvernig hún brennir hann. Anne Mette notar sérstaka brennsluaðferð eða viðarofna sem hún þarf að vakta og kynda með timbri. Fróðlegt er að hlusta á hana segja frá hvernig leirhluturinn umbreytist í eldinum, t.d. hvernig staðsetning hans í ofninum hefur áhrif á útkomuna og hvað gerist þegar salti er komið fyrir inni í rauðglóandi ofninum.

Hún stiklar jafnframt á stóru um sögu leirlistar í Bornholm og hvernig sagan hefur haft áhrif á farveg hennar sem keramikers, ásamt náttúrunni sem umlykur eyjuna. Hlutirnir hennar bera vott um tignarleika og hægt er skynja frumkrafta náttúrunnar í gegnum þá, þar sem höfuðskepnurnar fjórar mætast jörð, vatn, loft og eldur.
Heimasíða Anne Mette Hjortshøjer er HÉR
Heimild: Goldmark gallery

Myndbandið:

SHARE