Þarf ekki börn til að vera hamingjusöm

Renée Zellweger hefur aldrei verið hrædd við að segja sína skoðun og gerði það svo sannarlega í viðtali sem hún fór í á dögunum. Hún er nú að kynna nýjustu Bridget Jones myndina, sem ber nafnið Bridget Jones´s Baby.

Sjá einnig: Renée Zellweger var byrjuð að sakna Hollywood

Renée, sem er barnslaus, er spurð að því hvort það, að leika konu sem er barnshafandi hafi látið hana langa í sín eigin börn. Hún neitar því og segist ekki þurfa börn í líf sitt til þess að vera hamingjusöm og bætir því við að Bridget sé svo frábær karakter til að leika. „Bridget lætur það vera allt í lagi að vera ófullkomin,“ sagði Renée.

 

Sjá einnig:  Renee Zellweger nær óþekkjanleg

Í þessari nýju Bridget mynd er hún ófrísk og veit ekki hvort nýi kærastinn, Jack eða fyrrverandi kærastinn sé pabbinn og veldur það skiljanlega miklu drama.

 

SHARE