Sjálfsmynd unglingsstúlkna er yfirleitt óörugg, þær eru að finna sig í lífinu og komast að því hvernig konur þær eru að verða.
Sjálfsmynd er vitund einstaklingsins um hver hann er og einnig grunnurinn að þeirri mynd sem aðrir hafa á honum, því getur samfélagið haft mikil áhrif á sjálfsmynd unglingsstúlkna í mótun.
Líkaminn er einn þáttur sjálfsmyndar, hún felur í sér afstöðu og skynjun einstaklinga gagnvart eigin líkama.
Áhyggjur einstaklinga af líkamsmynd sinni fela í sér óánægju með eigin líkama, ofmat á framkomu eða brenglaða mynd af líkama sínum.
Samfélagið ýtir undir þetta og að þessu sinni er ég að tala um útlitsdýrkun sem tíðkast í fegurðarsamkeppnum og sambærilegum keppnum sem hafa verið haldnar hér á landi.
Sú keppni sem þekktust er hér á landi er ungfrú Ísland, flestir kannast við keppnina en undankeppnir eru haldnar í hlutum landsins, norðurland, austur, vestur og stór keppni Ungfrú Reykjavík.
Það eru valdar stúlkur sem komast áfram og keppa svo í Ungfrú Ísland.
Ég er ekki að finna upp hjólið með að gagnrýna slíkar keppnir en engu að síður hef ég áhuga á að deila minni reynslu nú þegar ég hef þroskast og lít aftur til baka frá þessum tímum.
Sagt er að keppnin byggist ekki einungis á því að vera falleg og grönn heldur einnig persónuleiki, fyrir minn part man ég ekki eftir því að það hafi sérstaklega verið að skoða það hvernig við værum innrættar eða almennt eitthvað í kringum það.
stelpur sóttu um eða fengu ábendingar og mættu svo í prufu, strax var farið í það að skoða okkur á bikiní og sjá hvað við þurftum að laga og bæta í sambandi við líkama okkar.
Við höfum tæpa tvo mánuði til þess að stefna að stinnari rass, sumar að grennast um 5-10 kg, skera niður og svo lengi mætti telja.
Mismunandi eins og við vorum margar hvað hver þurfti að gera en hjá mörgum okkar var það þó nokkuð.
Sumar fengu einfaldlega svarið nei við þátttöku í keppninni, en voru þær þá of feitar eða ljótar ?
Ég hugsa að það geti verið erfitt að dæma um illa innrættar manneskjur eftir eitt viðtal en þessi dómnefnd sem sérhæfir sig í að dæma fegurð, sér það um leið hver er falleg og hver ekki ?
það var ein sem ég þekkti persónulega sem fékk svarið nei, hún var grönn, falleg og einstaklega góðhjörtuð, spurning hvað dómnefnd sá við hana, hún var ekki of lágvaxin heldur.
Umstangið í kringum keppnina snerist fyrst og fremst að grennast, grennast, grennast og grennast enn meira því við höfðum jú aðeins tvo mánuði.
Margar okkur voru farnar að lifa á drykk og neita okkur algerlega um mat.
Ekki nóg með það að stelpur eru að þroskast á þessum aldri í konur þá er það ekki aðeins það sálræna heldur einnig líkamlegar breytingar, á þessum aldri eru mjaðmir að stækka og ýmsar breytingar eiga sér stað. Hjá sumum urðu þessar breytingar nokkrum árum áður en misjafnt er hvenær það verður.
Á þessum tímamótum í lífi stelpna get ég einfaldlega ekki séð að þær eru færar um að taka á sig þessa hörðu gagnrýni á útlit sitt í dag.
Á milli 25-30 ára er sjálfsmyndin í flestum tilvikum búin að mótast og konur ekki eins viðkvæmar fyrir gagnrýni sem þær verða fyrir.
Ég keppti í Ungfrú Norðurland og hafnaði 5 sæti og fékk þar með þáttökurétt í Ungfrú Ísland.
þau skilaboð sem ég fékk frá dómnefnd var ,,Þér á eftir að ganga ótrúlega vel en þú þarft bara að grennast slatta í viðbót‘‘ það var á lokakvöldinu sem ég fékk þessi skilaboð en þá svo gott sem ekki búin að hugsa um annað en þyngd og líkama minn síðustu tvo mánuði.
Hefði ég verið grennri eins og augljóst var að ég hefði átt að vera er ekki þar með sagt að ég hefði lent ofar í sæti, ekki miskilja mig.
Eftir smá stund í umhugsun nokkra daga eftir keppni, ákvað ég að þessu gæti ég ekki staðið í. Það sorglega við það á þessum aldri og þá þegar keppnin var, fannst mér í raun ekkert að þessum athugasemdum en eftir því sem leið á áttaði ég mig á allri þá kúgun sem við urðum fyrir.
þessa tvo mánuði var eins og einhver í raun ætti okkur, breytti okkur og ætlaði að gera okkur betri af sinni góðmennsku sem hafði þver önnur áhrif en ég tók þessu frekar nærri mér í sambandi við athugasemdir um líkamann.
Ég hef alltaf verið grönn í fínu formi og var þannig séð ekki óörugg með líkama minn fyrr en þessi keppni átti sér stað.
Það er ekki furða að ungar stúlkur séu að gangast undir hnífinn og hugsa um fátt annað en þyngd með þessi skilaboð samfélagssins bakvið eyrað.
Mín reynsla var einstaklega niðurlægjandi og niðurbrjótandi