Þetta ótrúlega skemmtilega hótel má finna í Wales í Bretlandi. Hótelið, sem í raun er gömul rúta, tekur allt að átta manns í gistingu og kostar nóttin tæplega 28 þúsund krónur. Rútan, sem er árgerð 1968, stóð ósnert í mörg ár í garðinum hjá hjónunum Rob og Layla Robinson. Í stað þess að láta hana grotna gjörsamlega niður rifu þau sig í gang og gerðu rútuna upp.
Úr varð þetta merkilega hótel sem er mjög vinsælt á meðal ferðamanna.
Sjá einnig: Heimilið: Breyttu gamalli rútu í dásamlegt heimili á hjólum
Fyrir breytingar.
Á meðan breytingar stóðu yfir.
Eftir.
Sjá einnig: 55 fermetra þríhyrnt glæsihýsi í Japan – Ótrúlegar myndir
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.