Árið 2014 deildi Heather Witten þessari mynd af eiginmanni sínum nöktum í sturtu með syni þeirra.
Myndin vakti gríðarlega athygli á samfélagsmyndum, en það sem kom Heather einna mest á óvart, voru allar þær neikvæðu athugasemdir sem gerðar voru í þeirra garð.
Það sem þau vissu þó ekki var að sonur þeirra hjóna hafði verið mjög veikur af salmónellu sýkingu og gat með engu móti hætt að kasta upp. Faðir hans brá því á það ráð að vera með syni sínum í sturtu, því það var eini staðurinn sem barninu leið betur.
Sjá einnig: Magakveisur og matreiðsla
Heather er atvinnuljósmyndari og greip myndavélina sína vegna þess að henni þótti augnablikið fallegt, en ekki átti það sama við um alla. Gagnrýninni rigndi inn og átti fólk erfitt með að horfa framhjá nektinni og þeirri staðreynd að þeir voru í sturtunni.
Hún hafði aðeins ætlað að ná nándinni og þeim tilfinningum sem áttu sér stað á filmu, en eftir að myndinni hafði verið deilt 30.000 sinnum á Facebook var henni eytt vegna brota á reglum síðunnar.
Fyrir ekki svo löngu síðan deildi Heather myndinni aftur, en sagan endurtók sig því miður aftur.
Sjá einnig: 9 glaðlegar nektarmyndir af flissandi strípalingum í eigin baðkörum
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.