The Kardashians! – myndir

Sumarið 2011 var ég í Kanada & Bandaríkjunum í rúman mánuð að vinna. Bæði í Bandaríkjunum og Kanada (þó meira í Bandaríkjunum) er fólk alveg vitlaust í raunveruleikaþætti og nánast hver sem er getur látið taka upp líf sitt og orðið frægur. Ég kynntist raunveruleikaþáttum í rauninni fyrst þarna og þó að ég skammist mín smá fyrir það verð ég að viðurkenna að ég er algjör “sucker” fyrir þeim. Það var svo nýlega, í veikindum mínum að ég byrjaði að horfa á “keeping up with the kardashians” sem eru raunveruleikaþættir um Kardashian fjölskylduna. Þættirnir hafa verið í gangi í nokkur ár og fjölskyldan orðin heimsþekkt. Við vitum flest hver Kim Kardashian er en færri vita mikið um hin systkinin, þó það hafi vissulega breyst eftir því sem vinsældir þáttanna urðu meiri.
Ég hafði alltaf mikla fordóma fyrir þessum þáttum og ætlaði sko ekki að horfa á þessa asnalegu leiknu “raunveruleikaþætti” en viti menn, ég gerði það og hlakka til næsta þáttar (skamm Bryndís)

Það er svo mikið sem ég gæti sagt um þessa þætti þar sem ég hef skoðun á hverjum karakter fyrir sig, til dæmis hvað ég vorkenni Bruce bæði vegna andlits síns sem lítur út eins og andlit á kvenmanni sem hefur farið hamförum í of miklum lýtaaðgerðum og mistekist rosalega. Í þessum pistli ætla ég hins vegar bara að tala um einn karakter, minn uppáhalds!

Uppáhaldsmanneskjan mín í þáttunum er Khloe (næst á eftir er Kourtney) . Afhverju ? mér finnst hún heilsteyptasta manneskjan í þessari fjölskyldu, hún er fyndin og skemmtilega rugluð. Hún segir nákvæmlega það sem henni finnst og lætur mömmu sína heyra það ef hún fer yfir strikið. Ég elska líka hvernig hún hefur tekið á slúðri um sig, slúðurblöðin úti hafa mikið lagt hana í einelti – meðal annars sagt að hún sé transkona, að pabbi þeirra systra sé ekki pabbi hennar ofl en hún lætur það ekki á sig fá, er bara sátt með sjálfa sig og hvernig hún lítur út og það er klárega fyrirmynd sem stelpur í dag þurfa. Hún er klárlega sú systranna sem ég myndi nenna að hanga með.

 

Þó að Kim Kardashian sé algjörlega fullkomin í útliti,heillar persónuleiki hennar mig ekki. Kim er algjör dramadrottning, rosalega dekruð og virðist vera ástsjúk með meiru. Hún er algjörlega raunveruleikafirrt og ég held að hún gæti ekki lifað viku án allra þeirra þæginda sem hún býr við. Hún má þó eiga það að hún er gullfalleg – það verður ekki frá henni tekið.

SHARE