Ein af uppáhaldskellingamyndunum mínum er The Notebook með Ryan Gosling og Rachel McAdams í aðalhlutverkum.
Sagan er bara svo frábær, yndisleg og rómantísk, kynþokkinn lekur af Gosling og kemestríið á milli hans og McAdams virkar alveg alvöru. Ég veit að fullt af konum eru sammála mér.
En hvernig hefði myndin komið út sem spennumynd? Í meðfylgjandi stiklu er ljóst að það má breyta ýmsu með texta og tónlist.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”NvfI8vUuJ04″]
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.