The September Issue: Harður heimur hátískunnar

Margverðlaunuð og þrælmögnuð heimildarmynd um hulinn heim hátískunnar; The September Issue hefur verið lofuð í hástert af gagnrýnendum og hlaut verðlaun á Sundance kvikmyndahátiðinni fyrir fágaða framsetningu.

Hér er aðalritstjóra Vogue, sjálfri Önnu Wintour, fylgt eftir gegnum ferlið frá upphafi til enda þegar september útgáfa Vogue kom út árið 2007, en hvorki fyrr né síðar hefur veigameira né þyngra tímarit verið gefið út. Útgáfan vó rúm 2 kíló og innihélt allar nýjustu stefnur og strauma í hátískunni það árið, en hér má sjá í raun og veru hvað gerist bak við tjöldin og hvernig ákvarðanir eru teknar í hverfulum og grimmum, en þrautskipulögðum heimi hátískunnar.

 

Heimildarmynd sem enginn unnandi hátísku og hönnunar ætti að láta hjá sér fara: 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”R4swPSq5gY0″]

 

 

SHARE