Skorinn af hárnákvæmni og mótaður úr polyester og trefjagleri, nætursvartur og tígurlegur skúlptúr. Þetta er Hauskúpan eða The Skull eins og stóllinn sem sjá má hér að neðan nefnist.
.
.
Glæsilegra verður það vart, en húsgagnið er á mörkum þess að vera skúlptúr og legubekkur. Flauelssvört setan kórónar svo þessa ótrúlegu hönnun sem sýnir stórbrotna hauskúpu. Enginn vafi er á því að svo stórbrotið húsgagn sem er listasmíði hvar sem er á litið sómir sér best í stóru rými, þar sem birtan dregur fram mótið sjálft og lögun hauskúpunnar en engum sögum fer þó af því hvernig er að sitja í stólnum góða.
Betur má fræðast um The Skull á vefsíðunni Harow Studio og húsgagnahönnuðinn sjálfan, Harold Sangouard.
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.