Youtube-stjörnurnar Gavin Free og Dan Gruchy sem halda uppi youtube-rásinni The slow mo guys, heimsóttu Ísland fyrir stuttu. Þeir setja reglulega inn efni þar sem að þeir nota hágæða myndavélar til að fanga ótrúlegustu hluti á mjög mörgum römmum – en það gerir þeim kleyft að bæði sjá og sýna fylgjendum sínum nærri því nákvæmlega hvernig hlutir gerast.
Þeir gera mikið af tilraunum og hafa öðlast miklar vinsældir fyrir myndböndin sín, nú þegar eru þeir með rúmlega 11 milljónir fylgjenda.
Myndbönd þeirra eru mjög fjölbreytt, allt frá vatnsblöðrum að springa og yfir í byssuskot undir vatni en núna hafa þeir sett í loftið fyrsta þátt af nýrri seríu sem að kallast ,,Planet Slow Mo”.
Planet Slow Mo er sería þar sem að þeir munu fara og ferðast um heiminn og fanga alls kyns undur á mjög einstakann hátt, en fyrsti þátturinn er einmitt tekinn á Íslandi. Þar fara þeir og skoða Geysi og Gullfoss og fá til liðs við sig Íslenska drónasnillinga.
Hér má sjá þennan fyrsta þátt.
Anna Karen er tveggja barna móðir búsett í höfuðborginni. Hún er mikill húmoristi og elskar allt sem má kalla „tabú“.
Anna er mjög ofvirk og gleymin en er með hjartað um það bil á réttum stað. Jákvæðni og gleði er það sem hún vill deila til allra þeirra sem lesa greinarnar hennar ásamt því að markmið hennar er að taka þátt í að stuðla að bættri líkamsímynd og betra sjálfstrausti í samfélaginu.
„Að sýna hlýju, þolinmæði og skilning er með því dýrmætasta sem við getum gefið. En aðeins ef við getum gefið okkur það sjálf“- AKS