The Voice: Magnþrungin frammistaða 18 ára á tónlist Beyoncé

Sjöunda þáttaröð The Voice er hafin og byrjar með hvelli; en hinn átján ára gamli Elyjuh Rene, alinn upp af einstæðri móður, hæfileikaríkur í meira lagi og ótrúlega hugrakkur, kom, sá og sigraði í upphafi áheyrnarprófa með stórsmellinum XO eftir sjálfa Beyoncé.

Sjálfur segir Elyjuh að móðir hans sé besti vinur hans, stærsta fyrirmynd og helsti stuðningsmaður en hún fylgdi syninum upp að sviði og mátti sjá stolt móðurtár glitra á hvarmi meðan drengurinn vann hug og hjörtu dómara og þá sérstaklega Pharrel Williams, sem lét tilfinningarík orð falla að loknum glæsilegum flutningi Elyjuh.

Magnað brotið má sjá hér, en þátturinn verður sýndur í heild sinni á Skjánum á föstudag kl. 20.30.

Ótrúlega hæfileikaríkur strákur og æsispennandi framhald!

 

SHARE