Þegar börn eru notuð gegn hinu foreldri sínu

Undanfarið hef ég mikið verið að íhuga hvað það er, sem fær foreldri til að nota barnið sitt gegn hinu foreldrinu?

Af hverju er ég að hugsa um það?

Ég byrjaði að íhuga þetta fyrir allnokkru þegar ég sá að góður vinur minn sem er einstæður faðir ætlar að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu.

Hann er einstæður faðir og er svo heppinn að hann og barnsmóðir hans ákváðu að halda fast í vináttuna fyrir litla demantinn þeirra, en því miður hefur hann og ég séð alltof mörg dæmi þess að foreldrar eru hreinlega vondir við barnið sitt til þess að ná að særa hitt foreldrið.

Sjá meira: Barnasáttmálinn í máli og myndum

Algengt er, að þegar nýr maki kemur til sögunnar hjá öðru foreldrinu, að vinátta sem var verður að stríði þar sem nýi makinn er afbrýðisamur og hefur ekki skilning á mikilvægi þess að þessir tveir einstaklingar hafi hag barns fyrir brjósti.

Ég, sjálf, var einstæð móðir eftir að ég eignaðist frumburðinn minn og minn barnsfaðir barðist við sinn sjúkdóm sem heitir fíkn, en aldrei kom það til að við notuðum barnið okkar gegn hvort öðru, né að ég talaði nokkru sinnum illa um pabba barnsins í hans eyru. Alveg sama hvað.

Barn á aldrei að þurfa að bera það hlass að foreldri tali illa um hitt foreldrið eða að foreldrar hafi ekki þann þroska til að hugsa um hagsmuni og þarfir barnsins.

Það er mjög skaðlegt fyrir sjálfsmynd barnsins að vera sett í þá stöðu að vera milliliður og heyra annað eða báða foreldra tala um hitt foreldrið á neikvæðan hátt og jafnvel bara mjög ljótan.

Svo það allra sorglegasta þegar annað foreldri tálmar umgengni við hitt. Ég skil bara ekki hvernig hægt er að koma svona illa fram við barnið sitt.

Sem betur fer er samfélagið orðið opnara fyrir réttindum barna og það ber að hlusta á börn og gæta velferðar þeirra.

Að mínu mati sem uppeldismenntaður fagaðili og móðir flokkast það undir vanrækslu að tala illa um hitt foreldrið sem og nota barnið sem millilið.

Auk þess sem þessi hegðun fullorðina brýtur niður sjálfsmynd barnsins og barnið getur farið að þróa með sér kvíða og eða þunglyndi.

Ef fólk getur ekki náð sáttum þá á barnið það inni að það hysji upp um sig buxurnar og hagi sér á þroskaðan máta. Auk þess er hægt að leita til barnaverndar og annara fagaðila sem geta hjálpað foreldrum að komast á þann stað að bera hag barnsins fyrir brjósti.

Sjá meira: Þetta er heimurinn sem við lifum í

Setjum börnin í fyrsta sæti ALLTAF.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here