Þegar gömul vinkona á afmæli

Ég sat í vinnunni og hugurinn fór á flakk (ekki segja yfirmanninum mínum). Ein vinkona mín átti afmæli fljótlega og ég var að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera handa henni og allt í einu varð það augljóst.

Ég hafði keypt þessi viðarskilti í Fjölsmiðjunni í sumar, hafði ekki hugmynd um hvað ég ætlaði að gera við þau þá en núna vissi ég það.

Ég byrjaði á því að mála þau grá og svo hvít. Ég fór 2 umferðir með gráu málningunni en bara 1 með hvítu málningunni vegna þess að ég vildi fá gráa litinn í gegn.

Svo notaði ég uppáhalds aðferðina mína til að setja “vinir alltaf velkomnir” á skiltin og „voila“, vinkona mín var komin með afmælisgjöf.

SHARE