Ó, nei! Við vitum öll að leggins geta alveg verið smart án þess að efri flíkin nái alltaf yfir rassinn, en þá er um að gera að hugsa vel um hvernig leggings buxurnar eru fyrir það fyrsta.
Sjá einnig:Leggings eru ekki buxur
Hér eru nokkrir punktar sem gott er að fara eftir þegar þú velur þér leggings dagsins:
– Ekki vera í leggings sem eru gegnsæjar.
– Ekki vera í leggings með gati á rassinum eða í klofinu.
– Ekki vera í húðlituðum leggings, því þá líturðu út fyrir að vera í engu að neðan.
-Ekki vera í leggings á röngunni.
– Ekki girða þær svo vel að svokölluð kameltá myndist.
Vissulega á þetta einnig við um hinar sívinsælu íþrótta-, jóga-, hlaupabuxur og hafa ber í huga að ávallt skal hafa í huga að skoða á sér afturendann ef þér líkar ekki við óvelkomnar augngotur. Annars máttu bara vera alveg eins og þig langar til að vera, en gott er að íhuga í hvernig brók þú ert undir.
Sjá einnig: Karlmenn prófa að ganga í leggings
Sjá einnig: Hún klippir eitt gat á leggingsbuxurnar…
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.