Þegar mamman vill sýna flottustu listaverkin

Börnin mín elska að teikna, og þar sem ég er óendanlega stolt mamma þá auðvitað vil ég sýna þessi miklu listaverk, en hvernig?

Það kom í ljós að það var reyndar mjög auðvelt að redda þessu. Ég keypti eitt af þessum skiltum í Rúmfatalagernum og pússaði textann af. Svo málaði ég framhliðina hvíta. Ég á frábært lítið tæki sem heitir Mini alphabet punch board frá „We r memory keepers“ (google og youtube gott fólk, google og youtube) og bjó til “sjáðu” en þið getið notað límmiða. Stafirnir voru svo límdir á skiltið, og lakkað yfir. Svo málaði ég 4 litlar þvottaklemmur (úr Tiger) svartar og límdi þær á með trélími. Og þar með var ég komin með fullkominn vettvang til að sýna þessi fullkomnu listaverk.

 

 

SHARE