Þegar maður skipuleggur sig er miklu auðveldara að halda sig við hollustuna. Ég get ekki talið hversu oft ég hef komið sársvöng heim og langar BARA Í BRAUÐ!
Því mig hefur vantað kolvetni, aðal orkulind líkamans. EN þegar ég er með niðurskorin epli og grænmeti tilbúin til að grípa í inní ísskáp með hummus eða osti þá vel ég það strax og narta í á meðan ég elda hollan mat.
Hér er ég með dæmi um hluti sem hægt er að forelda, skera niður og geyma í boxum eða ziplock pokum:
* Harðsoðin egg
* Kjúklingabringur/kjúklingur
* Lax
* Möndlur (mæla fyrir fram 12-15stk)
* Hafrar (mæla í skammtastærðir)
* Grænmeti (brokkolí,gulrætur,gúrkur,sellerí og slíkt)
* Ávextir (epli,vatnsmelónur,vínber og slíkt)
* Setjið í poka allt sem á að fara í shake-inn ykkar (ávextir,próteinduft,fræ og slíkt) og frystið. Takið út daginn áður en skal nota.
Nú ætti planið ykkar að vera bullet proof og hafið dökka súkkulaðið (70% og yfir) við höndina þegar sæti púkinn potar í ykkur.
Hér er Valkyrjan á Facebook