![SAMSETTSVANDI](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2025/02/SAMSETTSVANDI-640x360.jpg)
Við sögðum ykkur frá því um daginn að Svandís Ásta lenti í tilefnislausri árás fyrir utan Mónakó og er stórslösuð. Atvikið átti sér stað að kvöldi 11. janúar síðastliðinn. Höggið sem hún varð fyrir var það þungt að Svandís rotaðist samstundis og sá ekki þann sem veitti höggið.
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2025/01/svandisasta-1024x1365.jpg)
Svandís er axlarbrotin á hægri, framtönn brotnaði og hún segist verða lengi að jafna sig. Hún þorir varla útúr húsi og þarf að fara í áfallameðferð. Hún segist vera mjög hjálparvana því hún sé rétthent og þarf hún aðstoð við að klæða sig og greiða á sér hárið.
Svandís hefur komist yfir myndbandsupptöku af staðnum og þar má sjá manninn tala við hana og á þessari mynd heldur hann á bjórnum hennar.
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2025/02/Screenshot-2025-02-12-at-14.17.35.jpg)
„Ég held að hann hafi sett smjörsýru út í hann og leitt mig út af staðnum í annarlegu ástandi semsagt undir áhrifum smjörsýrunnar,“ segir Svandís í samtali við Hún.is.
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2025/02/Screenshot-2025-02-12-at-14.25.15.jpg)
„Ég man ekkert eftir því að hafa farið með honum út af Mónakó. Mig grunar að hann hafi leitt mig upp á Barónsstíg 18 og annað hvort hann eða einhver annar sem beið eftir mér, hafi kýlt mig. Það eina sem ég man er að hafa gengið fyrir horn og þá hafi risastór hnefi kýlt mig svo rosalega fast í andlitið að ég rotaðist samstundis,“ segir Svandís og segist hafa leitað sér upplýsinga um einkenni þess að hafa verið byrlað og eitt af því sé minnisleysi. Hún drakk áfengi þetta kvöld en ekki í neinu magni og þetta gerðist fyrir kl 23 um kvöldið.
„Ég kom inn á Mónakó klukkan 21:29 alveg edrú og keypti mér eitt skot af Tequila og einn bjór og fór í spilakassa, segir Svandís og bætir við að hún hafi keypt sér einn bjór og eitt skot í viðbót áður en atvikið átti sér stað. Maðurinn leiddi hana út af staðnum kl 22:40 og lögreglan finnur hana 22:52.
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2025/02/Screenshot-2025-02-12-at-14.43.15.jpg)
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2025/02/Screenshot-2025-02-12-at-14.40.41.jpg)
Ef einhver hefur upplýsingar um þennan mann biður Svandís um að þær verði sendar á netfangið hennar svandis.asta.jonsdottir@gmail.com eða tilkynna til lögreglu í síma 444 1000. Einnig ef fólk vill fá skýrari myndir af umræddum manni getur Svandís sent þær á þá sem kannast við manninn.
Sjá einnig:
- Þekkið þið þennan mann? – Svandís óskar eftir upplýsingum
- Konur keppast við að sýna Tommy Lee á sér brjóstin
- Tenging á milli bólusetningar fyrir Covid-19 og andlitslömunar/Bell’s Palsy
- ATHUGIÐ! Rauð viðvörun milli 16-20 í dag!
- 5 ráð sem hjálpa þér að endast í líkamsrækt
- Þetta gerist þegar þú færð teina – Magnað!