Einn mest heilandi og heillandi staður á jörðinni er hin dularfulla og
guðdómlega eyja Balí í Indonesiu. Hingað flykkist fólk í leit að sjálfu
sér, Gurunum sem getur sagt þeim til um framtíðina, heimsins besta
Yoga og ævintýrum.
Það er allt í boði fyrir sportáhugafólkið, þá sem eru í leit að menningu
og listum eða andlegum styrk. Hugleiðslur af öllum gerðum og um
leið og þú lendir finnur þú þetta einstaka andrúmslofti sem allir tala
um eftir dvölina, en tekst samt ekki að koma í orð.
Það er eitthvað guðdómlegt sem tekur sér bólfestu innra með manni
og heltekur mann, hvort það er brosmilda fólkið sem lifir eftir
Hinduisma, og trúir og treystir á að allt er eins og það á að vera,
Seremoniurnar eða ætli það séu Guðirnir sem þau trúa á sem sveima
hér um göturnar, kannski blanda af þessu öllu.
Sjálf heillaðist ég svo mikið þegar ég kom hingað fyrst að gat ég ekki
beðið með að koma aftur og helst vildi ég taka alla með mér hingað
svo þau gætu upplifa þetta undur.
Mín reynsla er einmitt sú að það koma allir aftur, þrátt fyrir að flestir
segi að þeir ætli nú bara einu sinni á ævinni í þetta langa ferðalag.
Undanfarin 4 ár hef ég tekið á móti meira en 70 konum í hópa eða
einka „retreat“ hér í Ubud sem er einmitt bærinn sem er byggður á
heilagasta staðnum hér á eyjunni og það leynir sér ekki.
Á hóp„retreatum“ verður til einstök vinátta og djúp tengsl á milli
stúlknanna sem eru saman að deila lífsreynslum sem við vinnum úr
og hugmyndum sem enn eru bara draumar en fæðast og verða að
veruleika eftir Balí. Grunnhugmyndin er alltaf sú sama, hvort sem
þær koma í hópaferðirnar eða einar þá er ætlunin að hver og ein fari
sterkari heim, með meira sjálfstraust , hamingjusamari, hugrakkari,
ákveðnari og sjúklega ástfangin af sjálfri sér.
Við stundum dásamlegt Yoga með fyrstu sólargeislunum, hlæjum og
tröllum saman, sjáum fegurstu staðina hér, heimsækjum magnaðar
konur sem hafa þorað að fylgja hjartanu og látið drauma sína rætast,
fyrirlestrar og verkefni sem duga næsta árið til að vinna að því að lifa
því lífi sem þær óska sér. Það er geggjuð stemning sem endar í
trylltum dansi á ströndinni eins og í góðri bíómynd.
Föstudaginn 13. október í fyrra fylgdist ég með Bleika deginum
heima á Íslandi og hugsaði hversu dásamlegt það væri fyrir stúlkur
sem hafa glímt við krabbamein að koma hingað á þessi
uppbyggilegu og nærandi Skvísu „retreat“.
Mér finnst hún verða að koma hingað með hóp til að kynnast fleiri
skvísum, eignast hamingjusystur hér, vera í gleðinni sem konur eru
svo flinkar að skapa og eiga möguleika á að vera samferða
hópnum/einhverri hingað ef heilsan hennar væri enn ekki alveg orðin
góð. Það næsta í stöðunni var því að setja saman „retreat“.
Ég hafði því samband við Ingibjörgu Stefánsdóttir Yogakennara og
spurði hana hvort hún væri til í að koma og kenna á „retreati“ fyrir
skvísur í október. Þegar eitthvað á að gerast þá verður
undirbúningurinn auðveldur og Ingibjörg var heldur betur til og við
búnar að skapa sjúklega sætt skvísu„retreat“.
Núna er komið að því að finna dömuna sjálfa sem er búin að sigra
krabbamein og langar núna að sigra lífið.
Ég vil að vinkona, dóttir, frænka eða systir bendi á hana og taki
þannig þátt í að gefa henni þetta tækifæri.
Það er hægt að tilnefna DÖMU á Facebook síðunni minni
Elsku ÞÚ… átt þú VINKONU sem hefur greinst með krabbamein?
Vinkonu sem er orðin það frísk að hún treystir sér í ferðalagið til Balí
og vera ein af þessum einstöku skvísum sem sverja sjálfum sér þau
heit að ætla að öðlast betra líf. Tilbúin að upplifa ævintýri og finna
kraftinn á ný. Skottast um í léttum kjól og sandölum liggja í nuddi og
láta dekra við sig.
Af því að næsta DÖMU-„RETREAT“ á BALÍ verður í þessum mánuði
sem er tileinkaður BLEIKU SLAUFUNNI og það er hægt að kalla
þennan mánuði Ósk-tóber þá ætla ég að bjóða einni OFURKONU á
DÖMURETREATIÐ. Það gæti einmitt verið vinkona þín sem fær ÓSK
sína uppfyllta og dansar um Balí 1. – 11. Október 2018.
ATH lagt af stað frá Íslandi 30. September og lent heima aftur
föstudaginn 12. október sem verður líklega dagur Bleiku slaufunnar.
Til þess að gefa vinkonu þinni þetta tækifæri…
Vilt þú kíkja á Facebook síðuna mína og setja komment með nafninu
á vinkonu þinni á efsta statusinn minn og segja af hverju hún ætti að
vera VALIN Já vinkonan þín sem þér finnst að þurfi á því að halda
að komast frá amstri dagsins.. og þeim raunum sem krabbameinið er
búið að valda í hennar lífi og ..alla leiðina hingað hinum meigin á
hnöttinn í Paradís sem umvefur hana og gefur henni tækifæri á að
upplifa að LÍFIÐ ER YNDISLEGT.
Ég mun draga eina stúlku úr innsendum nöfnum í maí og fær
sigurvegarinn frítt á “Yoga Ástin og þú með Ingibjörgu og Ósk”
dagana 1. – 11. Október 2018 og allt sem er innifalið í því, auk þess
mun hún fá IDR. 4.000.000,- ráðstöfunarfé þegar hún lendir hér sem
er andvirði Ikr. 30.000,- að gjöf.
Flugið hingað er ekki innifalið.
En allt þetta fylgir í þessum sæta pakka :
- Hamingjan tekur á móti þér á flugvellinum, við ökum saman til
Ubud. - Átta nætur + unaðslegur morgunverður á hinu dásamlega
Honeymoon Hóteli í Ubud með gullfallegum og skemmtilegum
skvísum. Hótelið er staðsett við eina skemmtilegustu götuna í
miðbænum. - Tvær nætur á Jambuluwuk hótelinu í Seminyak
morgunverðarhlaðborð og sólbað uppá þaki. Við fögnum
síðustu 2 dagana við ströndina og auðvitað erum við aftur
staðsettar á besta stað. - Yoga með Ingibjörgu Stefáns í sólarupprás – dýrðlegra verður
það ekki. Ingibjörg hefur ára langa reynslu af Yoga kennslu og er
einnig menntuð sem Heilsu ráðgjafi frá Institute for Integrative
Nutrition. Hún mun örugglega skjóta inn góðum ráðum tengdum
heilbrigði fyrir líkama og sál og svo veit ég að hún er
sérfræðingur í að leiða slökun. Það verður því nærandi veisla
alla morgna. - Fyrirlestrar, verkefna vinna og uppbygging hjá Ósk.
- Fyrirlestrarnir mínir eru byggðir á þerapíunni Lærðu að elska þig sem hefur gjörbreytt lífi allra þeirra sem hafa farið í þessastórkostlegu sjálfsvinnu. Hópurinn mun velja efnið sem tekið verður fyrir í þessari ferð.
- Casa Luna og Apagarður við ætlum að rölta saman um bæjinn
- Gjafapakki sem kemur sér vel í þessari ferð.
- Fjórir gómsætir hádegisverðir á bestu veitingastöðunum hér í Ubud.
- Balínískt SPA en ekki hvað
- Subak Sok og skógurinn undurfagur göngutúr sem endar á Luxe café – einn af hádegisverðunum sem er innifalinn.
- Vatnshreinsun og hugleiðsla hjá Idu Resi Alit
- Dagur í Sólar – Pyramídanum og Gong heilun í Tunglinu.
- Heimsókn til Susönnu í trinity Gardends
- Heiðmörkin mín og ógleymanlegur bíltúr í bæjinn
- Brúðkaup aldarinnar fáðu þér hvítan kjól
- Hátíðarkvöldverður
Spurðu vinkonu þína hvort hana langi til að vera með betra
sjálfstraust og hafa hugrekki til að láta draumana sína rætast?
Dreymir hana um að fara í guðdómlegt frí frá öllu og koma margfalt
öflugri til baka? Er hún kannski með hugmyndir í kollinum sem þurfa
smá hjálp til að geta orðið að veruleika? Á hún skilið að setja sjálfa
sig í fyrsta sæti núna og upplifa ógleymanlega daga í Paradís sem
mun næra hana á líkama og sál?
Er hún til í næringarríkt ævintýri?
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um „retreatið“ eða annað hafðu þá
samband við mig osk@osk.is
Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir frumkvöðull og lífstílshönnuður hefur komið
víða við. Allir muna eftir Mamma mia sing-a-long í bíó eða How 2 Feel
God ævintýrinu sem mörg þúsund manns tóku þátt í aftur og aftur.
Undanfarin 10 ár hefur hún boðið uppá Orkunudd, Höfuðbeina og
spjaldhryggsmeðferðir og Heilun, kennt Happy Yoga Hugleiðslu og hina
eftirsóttu þerapíu Lærðu að elska þig.
Ósk var fyrst á Íslandi til að bjóða uppá fjarþjálfun í betri heilsu og
meiri hamingju og hefur hún hjálpað fólki að gjörbreyta lífi sínu þar
sem hún hefur einstaka hæfileika til að miðla og hvetja fólk til að láta
drauma sína rætast. Lífsmottóið er að njóta og hafa gaman að lífinu.
Nú er hún búsett í Paradísinni Balí og heldur mögnuð námskeið þar fyrir
konur, Empower women Retreat in Bali ásamt athafna-Gyðjunni Sigrúnu
Lilju. Við eigum von á henni til Íslands í mars og mun hún þá bjóða uppá fyrirlestra í fyrirtækjum, einkatíma og helgarnámskeið í Happy Yoga og
fyrir konur á uppleið.