Þessi færsla gengur nú á Facebook og við viljum endilega leggja okkar að mörkum og deila þessu áfram. Thelma var aðeins 36 ára:
Þann 24. október síðastliðinn var elsku frænka okkar, Thelma Björk Gunnarsdóttir, bráðkvödd á heimili sínu. Hún lætur eftir sig unnusta og tvö börn.
Ástvinamissir er með því erfiðasta sem nokkur maður upplifir, en sérstaklega sárt er þegar ungt fólk í blóma lífsins fellur svona óvænt og skyndilega frá. Fjölskylda hennar á um afar sárt að binda eftir fráfall hennar og missir þeirra er mikill. Viljum við síst af öllu að fjárhagslegar áhyggjur bætist ofan á hjá þeim og því höfum við stofnað styrktarreikning þeim til handa. Það er von okkar að með frjálsum framlögum sé hægt að leggja unnusta hennar og börnum lið við þessar erfiðu aðstæður.
Þeim, sem vilja styrkja fjölskyldu Thelmu með þessum hætti er bent á eftirfarandi reikningsnúmer, sem er á nafni Brynju Lífar, 2 ára dóttur þeirra.
0111-15-383085
Kt: 071011-2910