Theodór Ernir er 13 ára strákur úr Hafnafirði og hann fékk þá frábæru hugmynd að nota tíman til góðs á meðan þetta undarlega ástand ríkir í heiminum á meðan Covid 19 gengur yfir.
Hann stundar fótbolta og veit því hve mikilvægt er að fara út og hreyfa sig á meðan engar æfingar eru.
Honum er annt um jörðina og ákvað því að þetta væri góður tími til að sinna jörðinni og tók sig til og hreinsaði fjöruna fyrir neðan heimili sitt í firðinum fagra.
Á facebook síðu móður hans kom eftirfarandi færsla:
” Þessi ungi maður ákvað að nýta fríið í að hreinsa til umhverfinu og tíndi ruslið í fjörunni okkar og ekki veitti af en hann fyllti 1 svartan ruslpoka á aðeins 20 m svæði. Við hvetjum alla að nýta þennan mikla frítíma sem við höfum þessa dagana og hreinsa til í kringum okkur ”
Theodór Ernir gaf leyfi fyrir birtingunni hér á Hun.is
Vel gert Theodór Ernir og takk fyrir þetta frábæra framtak, vona að sem flestir taki þig til fyrirmyndar.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!