Láttu engan ljúga því að þér að umskornir karlmenn hafi undirgengist athöfnina í þeim tilgangi að auka á líkamlegt hreinlæti. Ástæðan er allt önnur og ómannúðlegri en ætla hefði mátt í fyrstu en umskurður hefur verið iðkaður um ár og aldir og er framkvæmdur á kornungum drengjum sem fæðast inn í gyðinga- eða múslimatrú og þykir karlmennskután í ófáum heimsríkjum.
En af hverju eru karlmenn umskornir? Eykur umskurður á hreinlæti? Getur umskorinn getnaðarlimur jafnvel hindrað útbreiðslu kynsjúkdóma? Eða getur hreint út sagt verið að karlmenn (drengir) séu umskornir í vöggu í þeim eina tilgangi að hindra þá hina sömu í því að iðka hömlulausa sjálfsfróun þegar fram á unglingsárin er komið?
Svarið við þeirri spurningu er að finna í þessu fáránlega fyndna og fræðandi myndbandi, þar sem hugmyndasmiðir CollegeHumor fara ítarlega ofan í saumana á spurningu allra tíma:
Af hverju eru karlmenn umskornir?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.