„Þessar ásakanir eru út í hött!“

Vanessa Paradise, barnsmóðir Johnny Depp, styður barnsföður sinn heilshugar en fyrrum kærasta Johnny, Amber Heard, segir hann hafa beitt sig líkamlegu ofbeldi. 

Hún hefur nú stigið fram og lýsir yfir stuðningi sínum í bréfi sem hún skrifaði og TMZ birti.

vanessa-paradis-letter-regarding-johnny-depp-ftr

Í bréfinu stendur: „Johnny Depp er faðir barnanna minna tveggja. Hann er viðkvæmur, ástríkur og elskandi manneskja. Ég trúi því af öllu mínu hjarta að þessar ásakanir gegn honum eru út í hött. Í öll þau ár sem ég hef þekkt Johnny var hann aldrei ofbeldishneigður gagnvart mér og þetta hljómar ekkert eins og maðurinn sem ég bjó með 14 yndisleg ár.“

 

SHARE