Þótt mannsfjöldinn í Bandaríkjunum fari yfir 315 miljónir manna þá hafa landsmenn þar sín ættartré eins og aðrir. Það verður að segjast að margt kemur hér verulega á óvart!
Snoop Dogg og Brandy
Rapparinn víðförulli og sykursæta söngkonan Brandy eru systkinabörn. Það er eflaust fjör í fjölskylduboðunum hjá þeim.
Justin Bieber og Celine Dion
Jább, það er rétt. Þau eru að vísu ansi fjarskyld en eiga þó sameiginlegan ættföður í tíunda ættlið.
Justin Bieber og Avril Lavigne
Þau eru skyld í tólfta ættlið. Það má vel vera að á þessu leveli séu allir eitthvað skyldir en hvað um það. Þau syngja eins og englar bæði tvö og greinilegt að tónlistin er í genunum á þessu fólki.
Justin Bieber go Ryan Gosling
Þetta er ekki alveg búið ennþá. Ef þú ert ekki hrifin af Bieber þá er mögulegt að þú slefir aðeins yfir frænda hans, honum Ryan Gosling. Þeir eru skyldir í ellefta ættlið. Þetta er efnileg ætt, það verður að segjast.
Jason Schwartzman, Nicolas Cage og Sofia Coppola
Má vera að leikararnir tveir beri það enganveginn með sér að vera skyldir en trúðu því eður ei… þeir eru alveg náskyldir og eru systkinabörn. Eiginlegt eftirnafn Nicolas er sumsé Coppola. Móðir Schwartzman og faðir Cage tilheyra sama systkinahópi og er leikstjórinn frægi Francis Ford Coppola bróðir þeirra systkina en hann leikstýrði költmyndinni The Godfather. Leikstórinn Sofia Coppola er síðan dóttir leikstjórans Francis Ford Coppola. Þau eru því öll systkinabörn; Jason, Nicolas og Sofia. Þvílík ætt!
Al Roker og Lenny Kravitz
Veðurfréttarmaðurinn Al Roker er lítið þekktur hér heima en vestanhafs er nýtur hann gríðarlegra vinsælda á sjónvarpsskjám landsmanna. Hann og rokkstjarnan Lenny Kravitz eru alveg náskyldir en móðir Lenny Kravitz og Al Roker eru systkinabörn. Ættarsvipurinn leynir sér ekki.
George Mendez og Liev Schreiber
Liev Schreiber sem fór með hlutverk sem Sabretooth í kvikmyndinni Wolverine á hálfbróðir sem leikur í sjónvarpsþáttunum vinsælu Orange is the new Black. Alvöru nafn George Mendez ku vera Pablo Schreiber. Andlitshárin koma upp um skyldleikann!
Warren Beatty og Shirley McLaine
Þau eru systkini ef þú vissir það ekki nú þegar. Bæði hafa þau notið gríðarlegrar velgengni á leiklistarferli sínum í Hollywood.
Heimild: Enterntainment Daily