Tilnefningar til Golden Globes verðlauna hafa loks verið gerðar opinberar og brátt verður rauði dregillinn því ræstur fram fyrir hefðarmeyjar og fyrirfólk í glæstum heimi Hollwyood, en þetta árið er listinn æði skrautlegur og prýðir hæfileikaríka leikara af báðum kynjum og því ljóst að baráttan um bikarinn verður æði hörð að venju.
Skemmtileg þykir sterk innkoma Netflix, sem er tilnefnt til verðlauna fyrir meðal annars House of Cards og Orange Is the New Black en Game of Thrones hafnar einnig á tilnefningarlista.
The Golden Globes verða haldin að 72 sinni þann 11 janúar og verður sjónvarpar NBC útsendingunni beint, en það eru þær Tina Fey og Amy Poehler sem kynna inn hátíða að þriðja sinni.
Hér má sjá helstu tilnefningar til verðlauna í flokki kvikmynda í ár, en á vefsíðu The Golden Globes má skoða allar tilnefningar.
.
Besta kvikmyndin í dramaflokki:
– Boyhood
– Foxcatcher
– The Imitation Game
– Selma
– The Theory of Everything
.
Besti söngleikurinn / Gamanmyndin:
– Birdman
– Into the Woods
– Pride
– The Grand Budapest
– Hotel St. Vincent
.
Besti leikstjórinn:
– David Fincher, Gone Girl
– Wes Anderson, The Grand Budapest Hotel
– Ava DuVerney, Selma
– Alejandro González Iñárritu, Birdman
– Richard Linklater, Boyhood
.
Besta leikkona í dramaflokki:
– Jennifer Aniston, Cake
– Felicity Jones, The Theory of Everything
– Rosamund Pike, Gone Girl
– Reese Witherspoon, Wild
– Julianne Moore, Still Alice
Besti leikari í dramaflokki:
– Benedict Cumberbatch, The Imitation Game
– Eddie Redmayne, The Theory of Everything
– Steve Carell, Foxcatcher
– David Oyelowo, Selma
– Jake Gyllenhaal, Nightcrawler
Besta frumsamda tónverkið:
– “Big Eyes” (Big Eyes)
– “Glory” (Selma)
– “Mercy Is” (Noah)
– “Opportunity” (Annie)
– “Yellow Flicker Beat” (Hunger Games)
Tengdar greinar;
Flottasta hárið og mestu folarnir á Golden Globe – Myndir
Bono og Amy Poehler áttu einlæga stund á Golden Globes
Sigurvegarar og myndir frá Golden Globe – Myndir
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.