Bill Gekas er ástralskur ljósmyndari sem er sérstaklega hrifinn af listaverkum gömlu meistaranna, eins og Vemeer og Rembrandt. Honum finnst gaman að endurskapa verk þeirra í gegnum ljósmyndun, með einu sérstöku fráviki: 5 ára dóttir hans er fyrirsætan.
Fyrsta áskorunin er að útbúa sviðsmyndina, síðan að klæða dótturina. Það er sennilega mjög gaman þegar maður er 5 ára gömul að klæða sig upp í “grímubúninga” og pósa fyrir myndavélina, en sennilega erfiðara fyrir pabbann að fá hana til að vera kyrr og settleg meðan myndatakan fer fram. Sem betur fer fyrir Bill virðist dóttir hans eiga auðvelt með það. Frábærar myndir og dóttirin er einstaklega krúttleg.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.