Margir slaka á yfir sumarið og eru ekki alltaf að hugsa um hitaeiningarnar. Það er ekkert nauðsynlegt að vera alltaf að spá í hitaeiningunum en það er þó gott að tileinka sér hollt mataræði. Kona nokkur, Amanda Hamilton gerði áhugaverða tilraun en hún breytti mataræði sínu og skrifaði svo um afleiðingar þess.
Þessi kona gætti mjög vel að jafnaði að mataræði sínu. Svo gerði hún tilraun, skipti á þeim holla mat sem hún var vön að borða og borðaði í eina viku eins og fjöldi fólks í Bretlandi gerir án þess að huga að innihaldi og hollustu. Á viku þyngdist hún um 2 ½ kíló, mittismálið jókst um 5 cm og ummál mjaðma stækkaði um 3 cm. Samt neytti hún aðeins 250 fleiri hitaeininga daglega vikuna sem tilraunin varaði.
Kolesterólgildin þutu upp og járnbúskapur stórversnaði. Gallblaðran, líffærið sem auðveldar meltingu fitunnar stækkaði um helming.
Hún segir í viðtali við Dailymail: “Það er ekki nægilegt að segja að á mér hafi orðið mikil breyting. Það er áhyggjuefni að þetta mataræði sem aðeins stóð í viku skyldi geta gert mér þetta. Hvað um þá sem alltaf borða eins og ég gerði?”
Svona leit hún út í upphafi tilraunarinnar:
Hér er hún svo búin að vera á breyttu mataræði í 5 daga:
Eftir sjö daga á því sem hún kallar “venjulegum heimilismat” hafði hún bætt á sig 2 ½ kílói og mittið hafði þanist út um 5 cm. Maturinn sem hún borðaði var matur sem fjölmargir bretar borða dag hvern.
Það var ekki fyrst og fremst heitaeiningamagnið sem olli breytingunni heldur hvernig maturinn var samsettur. Í matnum var of mikil fita, of mikið salt og allt of mikill sykur. Ekki var nægilegt magn af grófmeti og ekki heldur nægilegir ávextir.
Matseðlar: (dæmi)
:
Venjulegur matur konunnar:
Morgunverður: Jógúrt með ávöxtum og einni skeið af agave sýrópi, kaffi
Hádegisbiti: Súpa og banani
Biti (snarl) hafrakex, hnetur og ávextir
Kvöldmatur: Salat með baunum, ostur og hvers kyns grænmeti
Breytt mataræði:
Morgunverður: Brauðbollur
Hátegisbiti: Bökuð kartafla með osti og kók
Biti (snarl): Hlaup (Haribo) , sælgætisstöng
Kvöldmatur: Makkarónur og ostur og rauðvínsglas
Lærdómurinn af þessari tilraun er sá að hitaeiningamagnið skiptir ekki öllu- þó að það skipti auðvitað máli en mestu skiptir að hitaeiningarnar komi út hollum og næringarmiklum mat.
Nú til dags er engum vorkunn að lesa sér til um hvernig sá matur er en málið er að fara eftir upplýsingunum og tileinka sér hollan lífsstíl.