Blæðingar! Óþolandi! Getur einhver réttlætt það að barnungar stúlkur þurfi að byrja á blæðingum til þess „að geta átt börn í framtíðinni“? Það er talað um að maður sé einu sinni í mánuði á blæðingum, en það er bara ekki rétt ef við miðum við að mánuður séu 4 vikur. Það eru 28 dagar frá því að maður byrjar á túr, þangað til maður byrjar aftur. Ef maður er í ca. 5 daga á túr, ef maður er heppin, þá eru þarna á milli 23 „túrlausir“ dagar. Þar af eru nokkrir dagar í fyrirtíðaspennugeðveiki og egglos kemur þarna um mitt tímabil sem konur finna sumar mikið fyrir. Þetta er miklu nær því að vera á „þriggja vikna fresti“ frekar en á mánaðarfresti, ef einhver væri að spyrja mig.
Þessar myndir eru svo fyndnar. Þó þú sért á túr akkúrat núna, þá muntu brosa.
Heimildir: Bored Panda
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.