![Screen Shot 2015-04-29 at 9.56.36 AM](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2015/04/Screen-Shot-2015-04-29-at-9.56.36-AM.jpg)
Jared Leto er heldur betur að bæta á sig vöðvum þessa dagana fyrir hlutverk sitt í myndinni Suicide Squad. Hann tók þessa mynd af sér og skellti á Instagram í gær í þessum líka fína Superman-bol.
Jared lét hafa það eftir sér um daginn að hann ætti mjög erfitt með að þyngjast en hann hefur þurft að borða á tveggja tíma fresti til þess að gera sig tilbúinn fyrir hlutverk sitt sem The Joker.
Jared hefur oft gengið í gegnum miklar breytingar á líkama sínum fyrir hlutverk í bíómynd en árið 2000 þurfti Jared að svelta sig fyrir hlutverk sitt sem eiturlyfjaneytandi í myndinni Requiem for a Dream. Árið 2007 þyngdi hann sig um 27 kg fyrir myndina Chapter 27 og svo létti hann sig um tæp 14 kg fyrir bíómyndina Dallas Buyers Club.
![Jared í hlutverki dragdrottningarinnar](http://hun.moi.is/wp-content/uploads/2012/11/openpostmissjaredleto.jpg)
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2022/01/Screenshot-2022-01-05-at-12.11.47.jpg)
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.