ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is
————————
Ég er alin upp af einstæðri móður! Og þó svo að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því þegar ég var lítil að þá tel ég núna að hún hafi alltaf reynt að gera sitt besta bæði fyrir mig og hana.
Ég tel að það hafi verið rosalega erfitt fyrir hana að ala ein upp barn sem er ofvirk, með athyglisbrest, þarf að nota gleraugu og með skakkar lappir og á meðan að borga upp hús og gefa henni allt sem hún þurfti. Mig skorti aldrei neitt, hvorki mat, húsnæði, né föt. Ég lærði að hjóla og átti hjól, ég lærði á skíði, átti hesta og reiðtygi og fór í hestaferðir, mig skorti aldrei neitt…. Nema föður
Það eina sem móðir mín gat ekki gefið mér var faðir minn, maðurinn sem bjó mig til og samkvæmt öllu átti að sýna mér ást og umhyggju á sama tíma og hann sýndi hörku og ákveðni. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég viljað þekkja pabba minn, jújú hann kom stundum og fór með mig í skemmtiferðir um landið, hringdi alltaf á jólum og afmælinu mínu, og þegar við mamma bjuggum fyrir sunnan að þá tók hann mig aðra hvora helgi þegar hin systkyni mín fóru líka til hans.
Auðvitað á ég góðar minningar með honum (annað væri bara fáránlegt) en ég á líka slæmar minningar, minningar sem eru fastar í hausnum á mér og vilja ekki fara út.
Pabbi minn hefur upplifað margt og ég held hann sé fastur, fastur í því að ná ekki að sleppa fortíðinni, fastur í því að reyna ekki að fyrirgefa, fastur í eigin reiði og sárum. Hann er svo fastur að hann fattar ekki að lífið er að forðast hann, fattar ekki að með því að sleppa ekki taki á fortíðinni að þá er hann ekki að ná að sinna nútíðinni, sinna börnunum sínum, sinna ófæddu barnabarni, sinna fjölskyldunni.
Hann er orðinn svo fastur í eigin biturleika að hann fattar ekki að hann er að haga sér eins og fífl, ýta fólki frá sér
Fólki sem þykir alveg vænt um hann og vill honum allt það besta, fólk sem hefur gefið honum tækifæri, aftur og aftur og sama hvað maður gerir að þá fær maður það alltaf í bakið.
Málið er að hann hætti allt í einu að hringja á afmælum og jólum, fyrsta skiptið sem hann hringdi ekki á afmælinu mínu var þegar hann var á leiðinni til Tælands, mig minnir að það hafi verið 2010 og síðan þá hefur hann ekki hringt í mig á jólum eða gefið mér jólagjöf, og á þarseinasta afmælinu mínu þá óskaði hann mér til hamingju með 23 ára afmælið, þegar ég átti 22 ára afmæli, á Facebook og svo aftur núna þegar ég varð 23ára. Sem er kannski allt gott og blessað og ég á kannski bara að vera þakklát fyrir að hann óskar mér til hamingju yfir höfuð, en það er bara ekki nóg þegar það er ALDREI hringt í mann inná milli, maður er ALDREI látin vita þegar hann kemur til landsins svo maður gæti nú kannski hitt hann, og maður fær ALDREI að vita hvenær hann ákveður að fara af landinu aftur!
Einhvernveginn gæti ég fyrirgefið þetta alltsaman bara ef það væri ekki eitt sem stoppaði mig.
Það að ég er ólétt!
Ég er komin 6 mánuði á leið þegar ég skrifa þetta, af fyrsta barninu mínu, fyrsta afabarninu hans og fyrsta ömmubarninu hennar mömmu.
Og ég VEIT og hef fengið staðfestingu á því að hann veit að ég er ólétt, en samt hefur hann ekki EINU sinni óskað mér til hamingju, hann hefur ekki boðist til að hjálpa mér á neinn hátt, hefur ekki áhuga á að tala við mig um það.
Ég VEIT hann veit það, af hverju er hann þá að haga sér eins og fífl?
Það er annað að fara sjálfviljug og reyna og reyna að gefa þessum kalli séns á að bæta sig, kalli sem myndi ALDREI fá svona marga sénsa ef hann væri ekki faðir minn, sénsum sem flestum finnst hann ekki eiga skilið, en hvað á maður að gera?
Og svo er hitt, að setja barnið sitt í það kerfi að vita hver pabbi mömmu er, en fá aldrei neitt frá honum, vita bara það að þetta er slæmur maður sem vill ekkert með mann hafa!
Ég get ekki gert barninu mínu það!
Svo ef þú ert að lesa þetta pabbi, þá hef ég ýmislegt að segja við þig:
Á meðan þú getur ekki beðið mig afsökunnar á öllum tárunum og kvölinni sem þú hefur látið mig ganga í gegnum vegna þín, öllum skiptunum sem ég sá þig gera ljóta hluti, öllum skiptunum sem þú talaðir niður til mín í reiði, þar á meðal sagðir að ég væri geðveik og ætti að leggja mig inná geðsjúkrahús þegar ég var hrædd við að fara að sofa í myrkrinu þegar ég var sirka 10ára, þegar þú öskraðir á mig ljótum nöfnum þegar ég var bara að passa systkyni mín og þér fannst ég vera að gera þér eitthvað slæmt, á meðan þú getur ekki beðið mig afsökunnar á því hvernig þú hefur hagað þér eins og brjálæðingur við mig í gegnum tíðina, þá get ég ekki leyft þér að hitta barnið mitt!
Ég bara get ekki látið það fara í gegnum sama viðbjóðinn og ég hef gengið í gegnum með þér!
Þetta er SEINASTI séns, nýttu hann vel!
Til mömmu segi ég:
TAKK
Ég veit við erum ekki alltaf sammála um allt, né erum alltaf bestu vinkonur
En ég er þakklát fyrir að eiga þig að, og ég veit að sama hvað það er að þá get ég alltaf treyst á þig.
Ég elska þig mamma.