Það er afar algengt að leikarar, leikkonur og tónlistarmenn skipti um nafn í þeirri von að það veiti þeim frekari frægð og frama. Geri þau jafnvel eftirminnilegri. Lady Gaga heitir til dæmis Stefani Germanotta en Lady Gaga hljómar mun sérstakara.
Leikarinn Brad Pitt hét upphaflega William Bradley Pitt, en sú nafnabreyting er ekki alveg jafn róttæk og hjá söngkonunni Lorde sem heitir réttu nafni Ella Yelich-O’Connor.
Glaumgosinn, Íslandsvinurinn og leikarinn Carlos Irwin Estevez er betur þekktur undir nafninu Charlie Sheen. Rihanna fékk við fæðingu nafnið Robyn Rihanna Fenty en hefur ávallt notast við millinafn sitt.
Reese Witherspoon heitir Laura Jeanne Witherspoon.
Katheryn Elizabeth Hudson er betur þekkt sem Katy Perry.
Baywatch-bomban Carmen Electra heitir Tara Leigh Patrick.
Eflaust þykir mörgum eðlilegt að Olivia Jane Cockburn hafi breytt nafninu sínu í Olivia Wilde.
Söngkonan Alicia Keys var upphaflega Alicia Augello Cook.
Ættarnafn Natalie Portman er Herslag en henni hefur þótt ástæða til þess að breyta því í Portman.
Rapparinn Amethyst Amelia Kelly breytti sínu nafni í Iggy Azalea.
Tengdar greinar:
Nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt, Ljótur Ljósálfur?
Dóttir Uma Thurman heitir 7 nöfnum
Söngkonan Lady Gaga gengur í það heilaga
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.