Það getur verið erfitt að eiga við vanvirkan skjaldkirtil og það sem þú lætur ofan í þig getur haft mikið að segja fyrir batann. Sumar fæðutegundir geta meira að segja skemmt fyrir lyfjunum sem þú tekur vegna skjaldkirtilsins.
Það er ekki tekið út með sældinni að kljást við skjaldkirtilinn en þú ert ekki ein/n en talið er að um 12% manna muni eiga í vanda vegna skjaldkirtils á lífsleiðinni. Skjaldkirtilsvandi getur verið mjög falinn og er sagt að um 60% Ameríkana sem eru með skjaldkirtilssjúkdóm, viti ekki af því.
Sumt er ekki hægt að ráða við eins og erfðir og umhverfið í kringum þig. Við sögðum frá því fyrir stuttu hvað þú ættir EKKI að borða en hér er það sem er gott fyrir þig að borða.
1. Egg
Prótein er mjög mikilvægt fyrir hormónaframleiðslu og egg innihalda prótein, seleníum, joð, A vítamín og B vítamín, sem allt er mjög mikilvægt fyrir skjaldkirtilinn. Alls ekki sleppa rauðunni því þar eru öll bestu efnin.
2. Salt
Skjaldkirtill þinn þarf joð til að virka vel. Þú ættir að fá nóg af joði í gegnum fæðuna þína, helst í gegnum neyslu á fisk og mjólkurvörum. Hinsvegar eru alltof margir á Íslandi sem borða ekki nóg af þessum afurðum. Þá er gott að nota salt sem inniheldur joð í matseldina. Það er alls ekki nóg joð en það er eitthvað.
Sjá einnig: Vanvirkur skjaldkirtill vegna sjálfsofnæmis?
3. Epli, perur og plómur
Epli, perur, plómur og sítrusávextir innihalda pektín, náttúrlegt matarlím sem hjálpar til að hreinsa þungmálma úr líkamanum. Þá er sérstaklega átt við kvikasilfur en það hefur verið tengt skjaldkirtilssjúkdómum. Rannsóknir sýna að pektín eykur hreinsun á þungmálmum um 74%. Ekki taka hýðið af ávöxtunum því hýðið inniheldur mesta magnið af pektíninu.
4. Mjólkurvörur
D vítamín getur hjálpað skjaldkirtlinum þínum samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 sem birt var í Indian Journal of Endocrinology and Metabolism. Hashimoto getur leitt til þess að fólk finnur fyrir brjóstsviða er gott að borða jógúrt sem styrkir þarmaflóruna.
Sjá einnig: EKKI borða þetta ef þú ert með vanvirkan skjaldkirtil
5. Fiskur og sjávarfang
Fisur, rækjur og söl eru með miklu joði. Þú þarft joð til að vera með heilbrigðan skjaldkirtil. Það er samt varasamt að fá of mikið af joði svo þú verður að passa þig. Best að ræða við lækninn þinn um hversu mikið þér er óhætt að borða af joði.
6. Grænt kál
Spínat og annað grænt kál er ríkt af magnesíum sem er á allan hátt gott fyrir líkama þinn. Þreyta, vöðvakrampi og breytingar á hjartslætti þínum gætu verið merki um að þú fáir ekki nóg af magnesíum.
7. Hnetur
Kasjúhnetur, möndlur og graskersfræ eru mjög járnrík. Brasilíuhnetur (parahnetur) hjálpa skjaldkirtlinum á tvenna vegu. Þær eru mjög járnríkar en einnig fullara af Þau eru ekki aðeins góð uppspretta af járni, heldur eru þau einnig rík af seleni, öðru steinefni sem styður skjaldkirtilinn. Aðeins fáir á hverjum degi gefa þér það selen sem þú þarft.
Listi yfir fleira sem er gott fyrir fólk með vanvirkan skjaldkirtil
- Avocado
- Kókosolía
- Eplaedik
- Sítrónur
- Lime
- Hreint venjulegt vatn
- Hafrar
- Nautakjöt
- Túnfiskur
- Kartöflur
- Jarðarber
- Trönuber
- Hörfræ
- Bókhveiti
- Quinoa
- Kjúklingur
- Kalkúnn
- Sveppir
- Rifsber
- Trönuber
- Bláber
- Ostrur
- Chia fræ
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.