„Þetta var að eyðileggja geðheilsu mína“

Harry prins (36) hefur loksins opnað sig um ástæðuna fyrir því að hann og eiginkona hans, Meghan Markle, ákváðu að segja skilið við lífið í höllinni. Viðtalið við hann er úr The Late Late Show with James Corden og var birt í gærkvöldi.

Harry og Meghan eru nýbúin að gefa það út að þau muni ekki starfa fyrir konungsríkið. Harry sagði samt í viðtalinu að hann „muni aldrei yfirgefa“ fjölskylduna sína eða hætta að hjálpa öðrum.

„Þetta snérist aldrei um að yfirgefa höllina, þetta var meira að mig langaði að stíga til hliðar. Þetta var bara virkilega erfitt umhverfi eins og margir hafa séð. Við vitum öll hvernig breska pressan getur verið og þetta var að eyðileggja andlega heilsu mína,“ sagði Harry í viðtalinu. Hann sagði einnig að hann hefði viljað hlífa eiginkonu sinni og börnum frá þessu öllu.

„Alveg sama hvaða ákvarðanir ég tók, þá mun ég aldrei yfirgefa þetta allt. Ég mun alltaf leggja mitt að mörkum og ég mun halda áfram að þjóna almenningi, sama hvar ég verð í heiminum,“ sagði Harry.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here