Þetta varð hér um bil til þess að ég yrði of sein í vinnuna

Ég tek strætó á hverjum morgni í vinnuna (já, ég veit, ekki föndurtengt en bíddu bara) og ég elska að mæta kannski 10 mín áður en vagninn kemur á stoppustöðina, setjast niður og horfa á Youtube. Þetta er mín afslöppun, og eitt af þeim fáu skiptum yfir daginn þar sem ég fæ að vera í friði (þið mömmur skiljið mig). Og núna kemur að föndrinu. Ein af mínum uppáhalds Youtubestjörnum er ennþá meiri Harry Potter aðdáandi en ég (og þá er mikið sagt) og núna í október eða nóvember var henni boðið til New York þar sem hún hitti drottninguna. Ekki höfuð bresku konungsfjölskyldurnar heldur J.K. Rowling, höfund Harry Potter. Hún fékk að vera viðstödd frumsýningu nýjustu myndarinnar og fékk að sjá mikið af mununum úr myndinni og þar á meðal sprotana. Þeir voru rosalega flott settir upp og um leið og ég sá þetta þá hugsaði ég „þetta VERÐ ég að gera“ og trúið mér, það var erfitt að fara ekki beint heim og byrja, og “gleyma” vinnunni.

Ég átti þessa mánaðarkubba eftir frá þessu verkefni nokkrar litlar viðarplötur…. ég eiginlega veit ekki til hvers þetta var hannað en ég greip þetta í Rauðakrossinum ásamt skurðarbretti.

Ég mældi og sagaði út aflöngu mánaðar kubbana þannig að þeir mynduðu píramída. Ég nota alltaf viðarlím þegar ég er að vinna með tré og þetta skipti var engin undantekning. Píramídinn var sem sagt límdur saman og svo fékk ég lánaðar þvingur hjá manninum mínum á meðan límið var að taka sig. Svo var það rafmagnspússarinn, þannig náði ég af öllu auka lími og textanum af kubbunum. Ég fékk svo einn af mínum yndislegu vinnufélögum til að bora fyrir mig ofan í hvert þrep. Já ég á bor en ég vildi hafa þetta alveg beint og til þess þarf fallbor, ég á ekki þannig.

Ég bæsaði þetta svo og leit bíða yfir nótt. Ég prentaði svo út 9 3/4 í réttri stærð (tók bara 2 tilraunir) og notaði límlakk til að festa þetta á sprotageymsluna.

Svo var komið að undirstöðunni. Ég sagði þetta sem-ég veit-ekki-hvað-heitir til og pússaði og þegar ég var búin að mála það þá leit þetta út eins og stétt. Ég límdi þetta svo ofan á skurðarbrettið og pýramiddan ofan á það. Og núna stend ég frami fyrir vandamáli, ég á bara 2 sprota…..

SHARE