Þetta verða allir að sjá! – Læknar höfðu sagt að hún yrði alltaf með þroska á við lítið barn

Þegar Carly Fleischmann var tveggja ára var hún greind með einhverfu og foreldrum hennar var sagt að hún gæti ekki talað. Læknar sögðu að hún myndi aldrei ná vitsmunaþroska á við fullorðna manneskju heldur næði hún einungis þroska á við lítið barn. Þrátt fyrir að hafa náð einhverjum árangri eftir áralanga atferlisþjálfun virtist ekki vera hægt að ná sambandi við hana. Það urðu svo tímamót í lífi Carly og fjölskyldu hennar þegar hún var tíu ára gömul. Carly var í atferlisþjálfun þegar hún teygði sig í fartölvuna og skrifaði “Hjálp, mér er illt í tönnunum.” Fólkinu í kringum hana til mikillar undrunar. Þetta var byrjunin á nýju lífi hjá Carly, hún hefur svo sannarlega getað sýnt fólki það að ekki er alltaf allt sem sýnist. Allan þennan tíma var manneskja þarna inni sem vildi tjá sig og var meðvituð um allt sem var að gerast í kringum hana.

Hún úskýrir líka ýmislegt sem fólk veltir fyrir sér. Við hvetjum alla til að horfa á sögu Carly.

SHARE