Konur og karlar eru ekki eins og við vitum það. Notandi nokkur bjó til þráð þar sem karlmenn eru að deila því sem þeir vissu ekki um konur fyrr en þeir fóru að vera með þeim í sambandi eða að búa með þeim.
Hér eru nokkur af þeim „bestu“ og þetta kemur þér örugglega á óvart.
1.
„Læknar hlusta bara ekki á konur um eigin líkama. Ég fór með fyrrverandi kærustu minni til læknis svo ég gæti staðfest það sem hún var að segja, um hennar eigin líkama. Ég átti ekki til orð yfir hvernig talað var við hana hjá lækninum.“
2.
„Það kom mér virkilega óþægilega á óvart hvað stúlkur eru ungar þegar þær upplifa kynferðislegt áreiti í fyrsta sinn.“
3.
„Verkir vegna legslímuflakks eru miklu verri en þeim er lýst í skrifuðu máli.“
4.
„Sá sem segir að við séum sterkara kynið hefur ekki þurft að berjast við konuna sína um sængina á nóttunni.“
5.
„Það kom mér á óvart hversu dýrir brjóstahaldarar eru. Ég hélt þeir væru bara á svipuðu verði og nærbuxur en það var alls ekki rétt.“
6.
7.
„Ég vissi ekki hvað getnaðarvarnir hafa margar aukaverkanir.“
8.
„Útferð getur látið nærbuxurnar aflitast.“
9.
„Handklæðið sem þær eru með á höfðinu inniheldur í alvöru hár. Ekki rífa í handklæðið.“
10.
„Það eru hár, allsstaðar og útum allt“
11.
„Þær deila miklu meiri smáatriðum með vinkonum sínum en við gerum með vinum okkar.“
12.
„Ég hélt að límið sem er á bakhlið dömubindanna væri til að líma bindið á húðina á konunni og halda því þannig á réttum stað.“
13.
„Það kom mér ótrúlega mikið á óvart hversu mikið pláss litla og netta kærasta mín tók í risastóru rúminu.“
14.
„Útferð er eðlileg. Hún er náttúruleg. Í byrjun hélt ég að hún ætti eitthvað erfitt með að halda í sér.“
15.
„Það er til krem fyrir alla hluta líkamans.“
16.
„Þær nota alveg fáránlega mikinn klósettpappír. Ég þarf að kaupa mun meira af honum núna en þegar ég var einn.“